Entries Tagged as ''

Fræðslu og bíókvöld á vegum unglinganefndar

Fræðslu-og bíókvöld verður í golfskálanum á Hlíðarenda sunnudaginn 13.febrúar n.k. og hefst það kl. 19.30.

Árný ætlar að vera með fræðslu varðandi líkamsæfingar fyrir golfara til undirbúnings fyrir golfvertíðina sem að nálgast óðfluga.

Síðan verður horft á einhverja skemmtilega bíómynd.

Gos verður í boði klúbbsins en hver kemur með sitt snakk og sælgæti með sér.

Endilega fjölmennið og látið berast til allra sem að hafa áhuga.

Um margt að hugsa

Golfkennara vantar norður

Golfklúbbarnir á Sauðárkróki, Blönduósi og Skagaströnd hafa um nokkurt skeið leitað að golfkennara, einkum til að sjá um unglingastarfið á komandi sumri. Golfklúbburinn á Sauðárkróki hefur um langt skeið státað af öflugu unglingastarfi og hafa unglingar þaðan oft orðið Íslandsmeistarar í liðakeppni, og einstaklingskeppni og klúbbarnir á Blönduósi og Skagaströnd hafa í hyggju að efla mjög starf sitt fyrir yngstu kylfingana. Tilkoma heilsársvegar yfir Þverárfjall gerir golfkennara kleift að sinna kennslu á þessum þremur stöðum, án verulegra ferðalaga. Áhugasamir geta haft samband við Hjört , hjortur@fjolnet.is, GSM 821-7041  og fengið nánari upplýsingar um fyrirkomulag kennslu og greiðslur vegna hennar.