Mánuður: maí 2012

Hvítasunnumót Loðfelds

Punktakeppni hámarksleikforgjöf karla 24 og kvenna 28.  Ræst verður út á öllum teigum klukkan 10:00 – mæting eigi síðar en 9:30. Aðalstyrktaraðili mótsins er Loðfeldur.  Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

 

Þátttökugjald er 2000.- fyrir félagsmenn í GSS, GÓS og GSK. Gestir greiða vallargjald kr. 3700.-

 

Mótsstjóri Sigríður Elín Þórðardóttir.

Nánari upplýsingar og skráning á golf.is

Mótanefnd GSS

Categories: Óflokkað

Frábær viðbrögð á Atvinnulífssýningu

GSS tók þátt í Atvinnulífssýningunni í Skagafirði nú í upphafi Sæluviku. Fjölmargir komu við og fræddust um störf klúbbins og margir sóttust eftir kynningu eða gengu til liðs við klúbbinn.

Gestum sýningarinnar var boðið að taka þátt í getraun, hversu mörg tí voru í blómavasa í bás klúbbsins. Um 500 manns tóku þátt í getrauninni en enginn giskaði á rétta tölu, sem var 1080. Sú sem næst komst var Elísabet Pálmadóttir og skeikaði 18 tíum á hennar giski. Fær hún í verðlaun golfkennslu. Aðrir sem voru nálægt og hljóta golfvörur í vinning voru Eymundur Ás, Helga Dóra Lúðvíksdóttir og Hafsteinn A. Hallgrímsson. Fá þau golfvörur í verðlaun frá GSS og verður haft samband við vinningshafa.

Categories: Óflokkað