Mánuður: júlí 2012

Meistaramótið hafið

Fyrsti dagur meistaramóts GSS var í gær, en spilað er i fjóra daga og lýkur mótinu á laugardag. Vegna mótsins er völlurinn fullur frá klukkan 14:00 til 20:00 alla daganna. Góð þáttaka er í mótinu og mikil stemming. Allir klúbbmeðlimir auk vina og vandamanna eru velkomnir á lokahóf mótsins kl 20:00 á laugardagskvöldið. Þar er hægt að kaupa sér mat og drykk og skemmta sér fram eftir kvöldi. Verð fyrir mat á lokahófinu er 2000 krónur. Skráning á lokahófið fer fram í golfskálanum.

Categories: Óflokkað

Glæsilegu unglingamóti lokið

Nýprent Open var haldið að Hlíðarenda síðast liðinn sunnudag. Um 75 keppendur og fjölmargir foreldrar og aðrir aðstandendur skemmtu sér hið besta í fínu veðri og tókst mótið eins og best verður á kosið. Sérstaklega var ánægjulegt að mikil þátttaka var í byrjendaflokkunum og margir unnu stóra sigra á sínu fyrsta golfmóti. Krakkarnir komu alls staðar að af Norðurlandi og stóðu sig að venju vel á vellinum, sem skartaði sínu fegursta. GSS þakkar öllum sjálfboðaliðum og þátttakendum fyrir frábæran dag. Upplýsingar um úrslit og fullt af myndum má nálgast á heimasíðu unglingastarfs GSS www.gss.blog.is og öll úrslit má sjá á síðunni www.golf.is

 

Nýprent Open 2012

 

Categories: Óflokkað

Meistaramótið hefst á miðvikudag

Meistaramót GSS hefst næstkomandi miðvikudag. Allir félagsmenn eru hvattir til að skrá sig í mótið, sem er hápunktur sumarsins fyrir marga kylfinga. Spilað verður í fjóra daga í mismunandi flokkum en í þrjá daga í öldunga og byrjendaflokkum. Mótinu lýkur með kvöldverð og verðlaunaafhendingu á laugardag. Skráning á www.golf.is. Núverandi meistarar eru þau Jóhann Örn Bjarkason og Árný Lilja Árnadóttir

Sigurvegarar í meistaraflokki karla og kvenna 2011

Categories: Óflokkað