Mánuður: janúar 2013

Kynning á golfherminum fyrir börn og unglinga

Sunnudaginn 3.febrúar n.k. ætlar barna-og unglinganefnd GSS að vera með kynningu á golfherminum sem settur var upp í desember á Borgarflöt 2.

Kynningin er sérstaklega ætluð fyrir ungu kynslóðina en um að gera að taka mömmu og pabba með sér og einnig vinina ef þeir hafa áhuga Um að gera að hafa með sér þær kylfur sem þið viljið nota í herminum.

Kynningin stendur yfir á milli kl.16 og 19.  Þá er líka tilvalið að kíkja á nýja húsnæðið þó það sé ekki alveg fullfrágengið ennþá.

Endilega fjölmennið og prófið þennan stórskemmtilega golfhermi.

 

Categories: Óflokkað

Þrif í Borgarflöt 2

Nú styttist í að púttteppið verði lagt í nýju æfingaraðstöðuna og því stendur fyrir dyrum að hefja alsherjarþrif á húsnæðinu. Allir sem tusku geta valdið eru beðnir um að koma í Borgarflötina fimmtudagskvöldið 24. jan. klukkan 20:00. Þeir sem eiga tuskur mega gjarnan taka þær með.

þrifanefndin

Categories: Óflokkað

Vetrarríki á golfvellinum

Þrátt fyrir að mikið vetrarríki sé að Hlíðarenda þessa daganna, virðist ástand flestra flata fremur gott. Lítil snjór er á flestum flötunum en snjór og klaki  þó verulegur á nýju 9. flötinni. Mikill snjór er á sumum brautunum og er 1.  brautin  hreinlega á kafi og líklega allt að 2-3 metra skaflar eftir allri brautinni. Í öllu falli er ástandið miklu betra en það var fyrir nokkrum vikum og góð hláka í vikunni gæti bætt stöðuna enn frekar. Meðfylgjandi eru myndir teknar í dag 13. janúar 2013.

Categories: Óflokkað