Mánuður: mars 2013

Mótaská

Drög að mótaskrá GSS fyrir árið 2017 liggur nú fyrir á vefnum www.golf.is Athygli er vakin á því að um drög er að ræða og því geta orðið nokkrar breytingar þegar nær dregur.

Mótanefnd

 

Reglugerð um Kaffi Króks mótaröðina:

Punktakeppni með og án forgjafar:
Tíu stök mót: Tuttugu gjafabréf frá Kaffi krók hvert að verðmæti kr. 5000.- Sami einstaklingur getur ekki unnið til verðlauna bæði í punktakeppni með forgjöf og án forgjafar í sama mótinu, ef slíkt hendir vinnur sá/sú sem er í öðru sæti með forgjöf. Ef tveir eða fleiri keppendur eru jafnir í efsta sæti í punktakeppni án forgjafar gildir besta skor á holum 10-18. Ef enn er jafnt gildir besta skor á holum 13-18 ef enn er jafnt gildir besta skor á holum 16-18 og ef enn er jafnt gildir besta skor á 18 holu ef enn er jafnt er skorið úr um sigurvegara með því að varpa hlutkesti. Ef tveir eða fleiri keppendur eru jafnir í efsta sæti í punktakeppni með forgjöf gildir röð keppenda samkvæmt niðurstöðu reikniforrits GSÍ sem notað er við úrvinnslu punktamóta með forgjöf.
Samtals árangur sex móta: Tvö gjafabréf frá Kaffi Krók að verðmæti 10.000. Sami einstaklingur getur ekki unnið til verðlauna í punktakeppni með forgjöf og án forgjafar. Vinningur færist á annað sæti með forgjöf. Bestur samanlagður árangur (flestir punktar) keppanda úr sjö mótum. Ef tveir eða fleiri keppendur eru jafnir í punktakeppni með og án forgjafar vinnur sá/sú sem hefur unnið fleiri mót. Ef enn er jafnt gildir hærri meðaltals árangur úr öllum Kaffi króks-mótum sem viðkomandi hefur tekið þátt í. Ef enn er jafnt er varpað hlutkesti.
Besta hola: HÖGGLEIKUR MEÐ FORGJÖF.
Eftir hvert mót getur keppandi valið að skrá 1, 2, 3 eða 4 holur sem ,,besta hola“. Keppandi þarf að taka þátt í minnst í fimm mótum til að ná að skrá skor á 18 holur.
Keppandi merkir skýrt og greinilega með stóru B við holu sem valin er ,,besta hola“ áður en skorkorti er skilað til mótanefndar. Merkir síðan á kortið sem staðsett er í sal klúbbhússins.
Ekki er leyfilegt að breyta vali á ,,bestu holu“ eftir að móti hefur verið lokað í kerfi GSÍ eða eftir að leikmaður hefur skráð holur á kortið. Rétt er að árétta að 1 hola er 1 hola og 10 hola er 10 hola o.s.frv. Sem þýðir að óheimilt er að skrá skor á 1 holu sem skor á 10 holu á skorkortið ,,Besta hola“.
Gjafabréf að verðmæti kr. 12.000.
Mótsgjald: GSS félagar kr.1500.- stakt mót. Afsláttarkort kr. 10.000 (tíu mót). Gestir greiða vallargjald samkvæmt gjaldskrá GSS 2017.
Mótanefnd áskilur sér rétt til að breyta fyrirkomulagi Kaffi króks-mótaraðar ef þurfa þykir.

Categories: Óflokkað