Mánuður: nóvember 2013

Úrslit í púttmótaröð nóvembermánaðar

Nú eru úrslit jós í púttmótaröð nóvembermánaðar. Spilað var alla fimmtudaga og giltu þrjú bestu kvöldin. Eftir rannsókn og endurskoðun kom í ljós að röð efstu manna var þessi:

Arnar Geir Hjartarson á 169 höggum

Ingvi Þór Óskarsson var á 181 höggi

Unnar Ingvarsson á 187 höggum

Guðmundur Ragnarsson á 192 höggum.

Í desember verður púttmótaröðin með öðrum hætti. Þ.e. nú verður mót fyrstu þrjá fimmtudagana fram að jólum.  Verðlaun verða veitt fyrir hvert mót fyrir sig. Verð fyrir mótið er sem fyrr 500 krónur.

nefndin.

Categories: Óflokkað

Mót í golfherminum

Fyrsta golfmót vetrarins í golfherminum verður haldið 22. og 23. nóvember n.k.

Leikið verður á TPC  Las Colinas vellinum (Byron Nelson Classic mótið hefur verið haldið á þessum velli síðan 1983)

Forsendur auglýstar í herminum ásamt sérreglu fyrir 11. braut

Leikmenn: Konur og öldungar (70+) leika af rauðum teigum

Karlar leika af bláum teigum (mism. á rauðum og bláum teigum er um 1100 m)

Keppnisfyrirkomulag: Höggleikur með og án forgjafar. Ein verðlaun veitt í
hvorum flokki.
Styrktaraðili mótsins er Hlíðarkaup.

Við útreikning á forgjöf leikmanns er miðað við grunnforgjöf hans og hækkar
aukastafur ,5 og hærra  leikforgjöf upp í næstu heilu tölu en ,4 og lægra lækkar
leikforgjöf niður í næstu heilu tölu.

Gert er ráð fyrir að þriggja manna holl leiki þennan völl á innan við þremur tímum.

Keppnisgjald: Kr. 1.000.- (ekkert gat á gatakort)

Skráning í mótið fer fram hjá Guðmundi Ragnarssyni  í síma 893-5601 og geta keppendur valið leiktíma miðað við það
sem hér kemur á eftir:

Föstudaginn 22. febrúar munu 4 holl spila,  kl. 13, 16, 19 og 22.

Laugardaginn 23. febrúar munu 5 holl spila, kl. 9, 12, 15, 18 og 21.

Skráningu lýkur kl. 18:00 fimmtudaginn 21. nóvember n.k.

Óski fleiri eftir að taka þátt í mótinu en rými er fyrir samkvæmt ofangreindu áskilur
golfhermisstjórnin sér rétt til að bæta við rástímum sunnudaginn 24. nóv. N.k.

Keppendur skulu sjálfir færa skorkort, skráð af skjánum, og fá þeir það í hendur áður en leikur hefst.
Að leik loknum kvitta leikmenn undir.

Komi það fyrir á meðan að leik stendur að tölvan frjósi eða geri annan óskunda er hægt að byrja upp á nýtt,
fara í „new hole“ og hefja aftur leik á þeirri holu sem óhappið átti sér stað á. Þá kemur sér vel að hafa handfært skorið þar sem skorið í tölvunni er væntanlega glatað.

 

Minnum einnig á púttmót alla fimmtudaga í inniaðstöðunni.

Categories: Óflokkað

Púttmótaröð GSS á fimmtudagskvöldum í vetur

Eins og áður hefur komið fram mun GSS standa fyrir púttmótaröð í inniaðstöðunni Borgarflöt 2 á Sauðárkróki undir yfirskriftinni „Sjónvarpslausir fimmtudagar“. Öllum er heimilt að koma og taka þátt í púttmótinu og kostar 500 krónur í hvert mót, en innifalið kaffi og veitingar ef þannig stendur á.

Á hverju fimmtudagskvöldi frá 19:30-21:30 verður inniaðstaðan opin og mótið spilað á þeim tíma. Leiknir verða 4 hringir á púttvellinum 36 holur og er líklegt að það taki frá 40 mínútum til klukkutíma að spila holurnar.

Mótin verða haldin á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19:30-21:30, nema annað sé auglýst sérstaklega.

Miðað er við að 4 mót séu í hverjum mánuði og telja 3 þau bestu til verðlauna.

Þátttaka á hverju fimmtudagskvöld kostar kr.500,-.

Leiknar verða 36 holur hverju sinni og er fjöldi högga skráður eftir hverjar 9 holur á skráningarblað. A.m.k. 2 spila saman. Að loknum 36 holum staðfestir meðspilari réttan höggafjölda á skráningarblaðið.
Heimilt er að leika 9 holu æfingahring áður en keppni hefst.

Ef bolti fer út fyrir jaðar púttvallar er honum stillt upp þar sem hann fór út af gegn einu vítishöggi.

Verðlaun eru veitt fyrir 4 efstu sætin í hverjum mánuði og eru verðlaun sem nemur 50% af innkomu mótanna í mánuðinum.

Ef fleiri en 1 eru jafnir í sætum er bráðabani ef keppendur eru á svæðinu, annars er hlutkesti látin ráða.

Categories: Óflokkað