Mánuður: desember 2013

Arnar og Nína sigra í jólamótinu

Arnar Geir Hjartarsson og Nína Þóra Rafnsdóttir urðu hlutskörpust í jólamótinu í golfherminum. Arnar gerði sér lítið fyrir og spilaði Castle pines völlinn á 66 höggum eða 60 höggum þegar forgjöf hefur verið reiknuð inn í málið. Arnar sigraði  án forgjafar. Í öðru sæti varð Ingvi Þór Óskarsson á 69 höggum og þriðji Guðmundur Ragnarsson á 76 höggum. Með forgjöf sigraði Nína Þóra Rafnsdóttir á 57 höggum. Arnar Geir varð annar á 60 höggum. Þau Nína og Arnar hlutu í verðlaun glæsilega ostakörfu í boði Hlíðarkaups.

Næsta mót er fyrirhugað í lok janúar en hermirinn er að sjálfsögðu opinn.

Categories: Óflokkað

Aðalfundur GSS

Ágætu félagar,

Við viljum minna á aðalfund GSS mánudaginn 6.jan. nk. vegna ársins 2013

Einnig hvetjum við sem flesta til að gefa kost á sér í nefndir og/eða bjóða sig fram í stjórn klúbbsins. Samkvæmt lögum GSS þá skal kjósa á næsta aðalfundi formann, varaformann, ritara og formann barna- og unglingaráðs og er öllum frjálst að bjóða sig fram í þessi störf, ljóst er að einhverjir þeirra sem í dag gegna þessum embættum gefa ekki kost á sér til endurkjörs.  Hvetjum við félagsmenn til að bjóða sig fram til stjórnar- og nefndastarfa, til þess þarf ekki að hafa verið í golfi um lengri tíma heldur geta allir tekið þátt í starfi klúbbsins – vanir/óvanir, ungir/aldnir, konur eða karlar.

Stjórnin

Categories: Óflokkað

Jólakveðja frá Mark Irving

Mark Irving sendi okkur kveðju sem hér fer á eftir.

Greetings to all of you at Golfklúbbur Saudarkroks  I trust you all are well and looking forward to Christmas and the new year.

All the very best and thanks for 2013
Kindest regards from
Mark Irving

Categories: Óflokkað