Mánuður: maí 2014

Fjölskyldudagur á golfvellinum laugardaginn 17.maí

Fjölskyldudagur verður á golfvellinum laugardaginn 17.maí n.k. kl.13-15

Kynning verður á starfinu sem golfklúbburinn býður upp á í sumar. Farið verður yfir æfingadagskrá barna og unglinga og golfskólann. Hlynur Þór Haraldsson golfkennari verður á æfingasvæðinu og  sýnir réttu handtökin.  Svo verður hægt fylgjast með nokkrum reynslumiklum kylfingum spila nokkrar golfholur.

Golfmarkaður verður í skálanum og þar verður líka heitt á könnunni og léttar veitingar.

Ef einhverjir eiga nýlegar golfvörur sem þeir vilja selja eða skipta á þá vinsamlega komið með þær milli kl:12 og 12:30. Við erum að tala bæði um golfkylfur, golffatnað og golfskó. Við erum sérstaklega að leita eftir kylfum fyrir börn og unglinga með mjúkum sköftum, ekki stálsköftum.

Við viljum líka minna á að einkakennsla og hópakennsla er hafin hjá Hlyni golfkennara.

Upplýsingar um hana er að finna á heimasíðu golfklúbbsins www.gss.is Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið  hlynurgolf@gmail.com  eða hringja í síma 866-7565.

Categories: Óflokkað

Vinnudagur á Hlíðarenda 8.maí

Næstkomandi fimmtudag kl. 17:30 verður vinnudagur á Hlíðarenda og er ætlunin að þrífa skálann og leggja hellur fyrir framan hann. Við hvetjum sem flesta félaga til að mæta og hjálpa til – kaffi og nýbakaðar vöfflur handa vinnufólkinu.

Stjórnin

Categories: Óflokkað

Hlynur Þór Haraldsson ráðinn þjálfari hjá GSS

Síðasta vetrardag var gengið frá ráðningu golfþjálfara hjá GSS fyrir sumarið 2014. Hlynur Þór Haraldsson PGA þjálfari og Pétur Friðjónsson formaður GSS skrifuðu undir samning í blíðskaparveðri í klúbbhúsinu á Hlíðarenda.

Nýr þjálfari
Nýr þjálfari ráðinn

Hlynur er útskrifaður með réttindi PGA golfkennara úr norska golfkennaraskólanum,  starfaði sem yfirþjálfari hjá Sticklestad golfklúbbnum og síðustu ár sem þjálfari hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hann mun sjá um alla þjálfun hjá klúbbnum og einnig koma að skipulagningu og uppbyggingu kennslutilhögunar til næstu ára.  Það er mikill hvalreki fyrir klúbbinn að fá Hlyn til starfans og er mikil tilhlökkun og væntingar bundnar við komu hans.

Nánari upplýsingar um Hlyn og kennslu má finna hér síðunni: http://www.gss.is/um-gss/kennsla/

Þá eru æfingar barna og unglinga hafnar og allar upplýsingar um þær er að finna hér á síðunni undir Unglingastarf

 

 

 

 

 

 

 

Categories: Óflokkað