Mánuður: ágúst 2014

GSS styrkir Ljósið í minningu Ingvars

003Varaformaður GSS Halldór Halldórsson afhenti í gærkvöldi Hrefnu Þórarinsdóttur 100.000 króna styrk til Ljóssins í minningu Ingvars í lokamóti Ólafshússmótaraðarinnar.  

Jafnframt fór fram verðlaunaafhending Ólafshússmótaraðarinnar. Bestan samanlagðan árangur í sjö mótum án forgjafar og með forgjöf náði Ingvi Þór Óskarsson og Ásgeir Björgvin Einarsson náði besta skori í besta holu leiknum. Magnús Gunnar Gunnarson var með flesta punkta með forgjöf í lokamótinu og Ingvar Þór var með flesta punkta án forgjafar.  Nánari upplýsingar um heildarúrslit mótaraðarinnar  er í golfskála og á GSS undir mótanefnd.

Golfklúbburinn þakkar Kristínu Magnúsdóttir og Sigurpáli Aðalsteinssyni styrktaraðilum Ólafshússmótaraðarinnar fyrir stuðninginn við mótaröðina.

 

 

005

Categories: Óflokkað

Golfskólinn að klárast

Nú líður að lokum golfskólans á þessu sumri og skólar á næsta leiti.
Síðasti dagurinn í golfskólanum verður á morgun miðvikudaginn 20.ágúst.. Þó svo að við höfum verið með létt skrens í gær þá er að sjálfsögðu uppskeruhátíðin eftir.  Það verða líka æfingar í næstu viku sem hér segir:

Yngri hópur 11 ára og yngri:
Mánudagur & miðvikudagur 17:30-18:30.

Eldri hópur 12 ára og eldri:
Þriðjudagur & fimmtudagur kl 17:30 – 18:30.

Biðjum þá sem enn eiga eftir að greiða gjaldið í golfskólann að gera það sem allra fyrst.
•12 ára og yngri: 15.700,-,
•13-15 ára: 18.900,-
Leggist inn á 0310-26-2106 kt. 570884-0349.

Categories: Óflokkað

Lokamót Ólafshússmótaraðarinnar til styrktar Ljósinu til minngar um Ingvar Gunnar Guðnason.

Lokamót Ólafshússmótaraðarinnar verður tileinkað fyrrum félaga okkar Ingvari Gunnari Guðnasyni sem féll frá í júlí sl. Andvirði þátttökugjalds og frjáls framlög félaga renna til Ljóssins í nafni Golfklúbbs Sauðárkróks.  Áætluð mótslok eru um klukkan 21:30 en þá verða veitt verðlaun fyrir besta árangurinn á mótaröðinni og fyrir lægsta skor í leiknum um bestu holu.  Þeir félagar sem ekki taka þátt í lokamótinu eru hvattir til að vera við verðlaunaafhendinguna og leggja málefninu lið með frjálsu framlagi.  

Veitingar í mótslok og eru GSS félagar beðnir um að koma með brauðrétt, köku eða bara það sem hentar hverjum og einum. 

 

Categories: Óflokkað