Mánuður: október 2014

Upskeruhátíð barna og unglingastarfs var haldin í dag

Uppskeruhátíð barna og unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks var haldin í dag. Flott mæting var og mikil stemming. Byrjað var á Flötinni og þar var tekið létt púttmót og allir fengu að prófa golfherminn.

Besta ástundun, Maríanna og Gabríel
Besta ástundun, Maríanna og Gabríel
Besti kylfingurinn, Elvar Ingi
Besti kylfingurinn, Elvar Ingi
Efnilegust, Hákon Ingi og Anna Karen
Efnilegust, Hákon Ingi og Anna Karen
Fyrirmyndarverðlaun, Arnar Freyr og Hildur Heba
Fyrirmyndarverðlaun, Arnar Freyr og Hildur Heba
Mestu framfarir, Bogi, Reynir og Telma
Mestu framfarir, Bogi, Reynir og Telma

Uppskeruhátíð 2014

Að því búnu var farið í golfskálann þar sem allir fengu gjöf frá KPMG og síðan voru veittar viðurkenningar fyrir starfið:
Bestu kylfingarnir voru þau Aldís Ósk Unnarsdóttir og Elvar Ingi Hjartarson
Mestu framfarir hlutu Bogi Sigurbjörnsson, Reynir Bjarkan Róbertsson og Telma Ösp Einarsdóttir
Efnilegust voru Anna Karen Hjartardóttir og Hákon Ingi Rafnsson
Bestu ástundum fengu Maríanna Ulriksen og Gabríel Brynjarsson.
Síðan voru veitt verðlaun fyrir þau sem voru til fyrirmyndar bæði innan vallar sem utan. Þau hlutu Hildur Heba Einarsdóttir og Arnar Freyr Guðmundsson.
Að þessu loknu voru veitingar að hætti barna- og unglingastarfsins.
Myndir frá uppskeruhátíðinni er að finna á Golfmyndir GSS.

Categories: Óflokkað

Uppskeruhátíð barna og unglinga

Þá er komið að uppskeruhátíðinni. Hún verður n.k. laugardag 4.október kl.16:00.
Við ætlum að byrja á Flötinni þar sem við tökum stutt púttmót og leyfum síðan öllum að prófa golfherminn. Eftir það förum við upp í golfskála þar sem veittar verða viðurkenningar fyrir sumarið og jafnvel pizzuveisla – hver veit !!!. Allir sem mæta fá glaðning eins og undanfarin ár.  Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir. Endilega látið þetta berast til allra sem voru í golfskólanum í sumar.

Categories: Óflokkað