Mánuður: maí 2015

Skráning í golfskólann hafin

Jón-Hjartar07-09

Golfklúbbur Sauðárkróks starfrækir golfskóla í sumar eins og undanfarin ár.

Hann hefst mánudaginn 8.júní. Kynningarfundur og opinn dagur á Hlíðarenda, svæði golfklúbbsins, verður fimmtudaginn 4.júní kl.17:30 og viljum við hvetja alla foreldra iðkenda, klúbbfélaga, ásamt öðrum áhugasömum að mæta.

Dagskráin verður þannig að 11 ára og yngri verða kl.10-12 mánudaga til fimmtudaga og 12 ára og eldri fram til kl.15 mánudaga til fimmtudaga.

Þjálfari okkar þetta sumarið verður Jón Þorsteinn Hjartarson PGA golfkennari. Síminn hjá Jóni er 6181700

Hægt er að skrá iðkendur í golfskólann með því að senda tölvupóst á hjortur@fjolnet.is

Nánari upplýsingar um golfskólann er að finna í meðf. skjali

Golfskólaupplýsingar 2015

 

Categories: Óflokkað

Jón Þorsteinn Hjartarson ráðinn golfkennari hjá GSS

Hjörtur frá GSS og Jón Þorsteinn handsala samninginn
Hjörtur frá GSS og Jón Þorsteinn handsala samninginn

Golfklúbbur Sauðárkróks hefur ráðið til sín Jón Þorstein Hjartarson PGA golfkennara til að sjá um þjálfun hjá klúbbnum þetta sumarið. Jón Þorsteinn hefur mikla reynslu af þjálfun sem og barna-og unglingastarfi. Hann útskrifaðist úr Golfkennaraskóla Íslands vorið 2009. Hann var aðalkennari hjá GHR á Hellu 2008-2010, golfkennari hjá GF Flúðum 2008-2010. Umsjón með barna og unglingastarfi hjá báðum þessum klúbbum ásamt almennri kennslu. Undanfarin 4 ár hefur hann starfað hjá Golfklúbbi Reykjavíkur við afreksstarf barna og unglinga.

Hann hefur störf hjá klúbbnum 1.júní n.k. Hann kemur til með að hafa yfirumsjón með öllu barna-og unglingastarfi hjá klúbbnum sem og afreksstarfi. Þá verður hann einnig með námskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna ásamt einkatímum. Það verður auglýst betur síðar.

Golfklúbbur Sauðárkróks býður Jón Þorstein velkomin til starfa.

 

Categories: Óflokkað