Mánuður: ágúst 2015

Uppskeruhátíð barna og unglinga

Uppskeruhátíð barna og unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks var haldin í dag. Flott mæting var og mikil stemming. Byrjað var á því að taka létt“speed-golf“ mót áður en uppskeruhátíðin sjálf hófst.Allur hópurinn á uppskeruhátíðinni

Að því búnu var farið í golfskálann þar sem allir fengu gjöf frá KPMG og síðan voru veittar viðurkenningar fyrir starfið:
Bestu kylfingarnir voru þau Marianna Ulriksen og Elvar Ingi Hjartarson

Mestu framfarir hlutu Telma Ösp Einarsdóttir og Hákon Ingi Rafnsson

Efnilegust voru Rebekka Róbertsdóttir og Arnar Freyr Guðmundsson

Bestu ástundum fengu María Rut Gunnlaugsdóttir og Gísli Kristjánsson

Síðan voru veitt verðlaun fyrir þau sem voru til fyrirmyndar bæði innan vallar sem utan. Þau hlutu Anna Karen Hjartardóttir og Bogi Sigurbjörnsson.

Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir einvígi ( shoot-out ) sem fór fram fyrr í ágúst en þar sigraði Reynir Bjarkan Róbertsson.

Þá voru líka veittar viðurkenningar fyrir hraðgolfmót ( speed-golf ) sem fór fram fyrir uppskeruhátiðina en þar sigraði Brynjar Guðmundsson.

Það er ástæða þakka öllum kærlega fyrir starfið í sumar. Iðkendur hafa verið til fyrirmyndar og foreldrar hafa verið dugleg að taka þátt í öllu og styðja við sitt fólk. Svo ber að þakka Jóni Þorsteini golfkennara og Telmu Ösp sérstaklega fyrir allt utanumhald í kringum golfskólann í sumar.

Að þessu loknu voru veitingar að hætti barna- og unglingastarfsins.
Myndir frá uppskeruhátíðinni er að finna á facebook síðu unglingastarfsins

 

Categories: Óflokkað

Lokamót Ólafshússmótaraðar 26. ágúst

Keppendur eru vinsamlega beðnir um að koma með köku, salat, ost eða bara hvað sem er. Síðasti rástíminn er klukkan 17:00 og er áætlað að verðlaunaafhending fari fram um klukkan 21:30. Staðan þegar eitt mót er eftir er æsispennandi en aðeins munar þremur punktum á 1.-3. sæti með forgjöf.

Allir félagsmenn eru hvattir til að taka þátt og vera með í lokamótinu.

Categories: Óflokkað

Úrslit í Vodafonemótinu

Opna Vodafone

 

 

 

 

 

 

Opna Vodafonemótið fór fram á Hlíðarendavelli laugardaginn 15. ágúst.  Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf. Keppt var í tveimur flokkum 18,4 og lægri og 18,5 og hærri. Veitt voru verðlaun fyrir 1.-3. sæti og nánarverðlaun á 6/15 braut í báðum flokkum.

Helstu úrslit voru:

Flokkur 18,4 og lægri.

1. Dagbjört Rós Hermundsdóttir GSS – 41 punktur.

2. Sigurður Jónsson GA – 39 punktar.

3. Reynir Barðdal GSS – 38 punktar.

Gunnar Karl Gunnlaugsson GR vann nándarverðlaunin á 6./15. braut.

Flokkur 18,5 og hærri.

1. Hólmfríður G. Kristinsdóttir GR – 38 punktar.

2. Gunnar M. Sandholt GSS – 37 punktar.

3. Sigmundur Guðmundsson GSS – 36 punktar.

Guðni Kristjánsson GSS var næstur holu í sínum forgjafarflokki á 6/15 braut.

Frímanni Guðbrandssyni umboðsaðila Vodafone á Sauðárkróki er styrktaraðili mótsins og honum færðar þakkir fyrir stuðninginn.

 

Categories: Óflokkað