Mánuður: maí 2018

John Garner golfkennari

Á föstudaginn kemur John Garner til okkar í fyrsta skiptið þetta sumarið.  Hann kennir börnum á föstudag og býður upp á einka- og hópkennslu fyrir fullorðna á laugardag. Þetta er frábært tækifæri til að pússa til sveifluna í byrjun vertíðar.

Verð fyrir kennslu er eftirfarandi:

Einkatímar – 8.000 kr. Innifalið í gjaldinu er 30 mínútna kennsla ásamt myndbandsgreiningu og leiðsögn.

Paratímar – 6.000 kr. á mann. Innifalið í gjaldinu er kennsla í 60 mínútur.

Hóptímar (6 – 8 í hóp) – 5.000 kr. á mann. Innifalið í gjaldinu er kennsla í 90 mínútur.

Upplýsingar og skráning hjá Árnýju í s. 8499420.

Categories: Afreksstarf

Fjölskyldudagur GSS

Fjölskyldudagur verður haldinn í golfskálanum sunnudaginn 3. Jún, kl. 12 – 15

Skiptimarkaður á fatnaði, kylfum og öðrum búnaði
Golfþrautir og skemmtun
Vöfflur og kaffi
Unglinganefnd kynnir sumarstarfið
Fulltrúar nýliðanefndar kynna starf klúbbsins

Kennsla hefst í golfskóla GSS mánudaginn 4. Júní.
– Æfingar fyrir börn fædd 2007-2011 verða frá kl. 10:30 til 12:00.
– Æfingar fyrir eldri börn og unglinga verða frá kl. 13:00 til 15:00.
– SumarTím æfingar verða frá kl. 9:00 til 10:20, þær byrja 11. júní.

Kennt verður mánudaga til fimmtudaga.
Leiðbeinendur: Arnar Geir Hjartarson og Atli Freyr Rafnsson.

Hlökkum til að sjá sjá ykkur.
Unglinganefnd GSS⛳⛳⛳

Categories: Félagsstarf