Arnar Geir og félagar sigruðu í Mississippi

9. og 10. mars s.l. léku Arnar Geir Hjartarson og félagar hans í golfliði Missouri Valley College á fyrsta móti sínu í NAIA mótaröðinni í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Spilaðar voru 36 holur á Canebrake Country Club  golfvellinum í Mississippi. 14 lið mættu til leiks og milli 70 og 80 golfarar voru mættir til leiks. 5 leikmenn eru í hverjum liði og einnig spila nokkrir án liðs í einstaklingskeppninni. Liðið sigraði á 578 höggum samtals eða 2 yfir pari í heildina og voru 9 höggum á undan næsta liði. Arnar Geir endaði síðan í 18. sæti í einstaklingskeppninni á 148 höggum eða 4 höggum yfir pari samtals. Þegar þetta er skrifað þá er búið að fresta allri keppni í háskólagolfinu í Bandaríkjunum og því eru allar líkur á því að þetta hafi verið síðasta mót Arnars og félaga hans í golfliði Missouri Valley College. Hægt er að sjá heildarúrslit í mótinu hér: http://results.golfstat.com/public/leaderboards/gsnav.cfm?pg=team&tid=18540&fbclid=IwAR3hg3Hb4L6_khPvTcvHXcUWmvd86nl9WxzV4p2Zlv0Od1l9mJq6W4fY3-4

Categories: Afreksstarf