Höfundur: Stjórn GSS

Blönduð Sveit GSS Tekur Þátt Í Íslandsmóti 21 ára og yngri 2023

Í dag hófst leikur hjá blandaðri sveitinni okkar í Íslandsmóti golfklúbba 21 ára og yngri á Svarfhólsvelli á Selfossi. Þessi hópur mun spila næstu daga fyrir hönd GSS og tekur þátt í í drengjariðlinum ásamt 12 öðrum liðum. Í dag keppa þau í höggleik og verða svo öll liðin raðað í riðla eftir árangri í höggleiknum. Hægt er að fylgjast með þeim á Golf.is.

Gangi ykkur vel krakkar!

Vinstri til hægri: Hildur Heba Einarsdóttir, Anna Karen Hjartardóttir, Tómas Bjarki Guðmundsson, Brynjar Már Guðmundsson, Una Karen Guðmundsdóttir, og þjálfari Atli Freyr Rafnsson.

Categories: Óflokkað

Opna Jómfrúarmótið

Sunnudaginn 11 júní héldum við okkar árlega Jómfrúarmót. Vindurinn var mikill og áttu keppendur erfitt með að fjúka ekki, en þó var frábær þátttaka og mikið skemmt sér. Keppt var í karla og kvennaflokki og veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvor flokkinum. Í karlaflokki var Hjörtur Geirmundsson í 1. sæti, Friðjón Bjarnason í 2. sæti, og Ingvi Þór Óskarsson í 3. sæti. Í kvennaflokki sigraði Una Karen Guðmundsdóttir, í 2. sæti var Margrét Helga Hallsdóttir, og í 3. sæti var Hildur Heba Einarsdóttir. Einnig var veitt heiðursverðlaun í punktakeppni án forgjafar og það vann hann Arnar Geir Hjartarson.

Nándarverðlaun á 6/15 holu vann hann Ingvi Þór Óskarsson og í öðru höggi á 9/18 vann Hákon Ingi Rafnsson.

Frábært að sjá svona góða mætingu á mót í byrjun sumars og lítur allt út fyrir að verði einstaklega gott golfsumar hjá okkur í GSS í ár. Sérstakar þakkir til allra þáttakenda mótsins og til Jómfrúarinnar, styrktaraðila mótsins, fyrir veittan stuðning.

Categories: Óflokkað