Höfundur: Stjórn GSS

Titleist Footjoy Norðurlandsmótaröðin 2023 Nýprent Open

Sunnudaginn 4 júní hélt GSS fyrsta mótið í Norðurlandamótaröðinni 2023 þar sem krakkar, byrjendur og vanir, fengu að spreyta sig í golf keppni. Keppendur frá Sauðárkróki, Akureyri, og Dalvík mættu í skálann eldsnemma á Sunnudegi og þrátt fyrir kulda og vind, stóðu sig eins og hetjur og skelltu í sig pylsum og gosi þegar hringurinn var búinn.

Í byrjendaflokki voru 6 strákar, Guðmundur Þór Emilsson, Nói Róbertsson, Daníel Smári Kristjánsson, Aðalgeir Ingi Ægisson, Viggó Björgvinsson, og Jóhann Jakob Helgason sem stóðu sig allir einstaklega vel og fengu einn pakka af golfkúlum hver í verðlaun.

Byrjendaflokkur stráka

Í 12 ára og yngri flokki stráka var hörð samkeppni, en í 3. sæti voru þeir Karl Goðdal og Brynjar Morgan jafnir á 49 höggum, í 2. sæti var Barri Björgvinsson á 46 höggum, og í fyrsta sæti var Kristófer Áki Aðalsteinsson á 45 höggum. Stelpu megin var hún Nína Júlía í 1. sæti á 75 höggum og Nína Morgan í 2. sæti á 77 höggum. Frábær frammistaða hjá þessu ungu krökkum!

Barri, Kristófer Áki, Karl Goðdal, og Brynjar Morgan að taka við verðlaunum
Nína Morgan og Nína Júlía að taka við verðlaunum

Krakkarnir spreyttu sig einnig í vipp keppni eftir hringinn. Í 12 ára og yngri flokknum sigraði hann Kristófer Áki með 10 stig og í byrjendaflokknum tók hann Guðmundur Þór sigurinn með 1 stig. Einnig voru veitt nándarverðlaun á 3 og 6 holu en þau tóku Jóhann Jakob sem var 2,89m frá holu og Daníel Smári sem var 4,78m frá holu.

Sigurvegar í vipp keppni, Kristófer Áki og Guðmundur Þór
Siguvegarar nándarverðlaunanna, Daníel Smári og Jóhann Jakob

13-14 ára kepptu bæði í höggleik og punktakeppni með forgjöf. Það var mikil spenna í höggleiknum hjá strákunum en þar var Ágúst Már Þorvaldsson í 3. sæti á 86 höggum, Egill Örn Jónsson í 2. sæti á 84 höggum og svo Arnar Freyr Viðarsson í 1. sæti á 83 höggum. Punktakeppnina vann Patrekur Máni með 45 punkta. Í 2. sæti var Egill Örn með 43 punkta og í 3. sæti var Óskar Pálmi einnig með 43 punkta.

Egill Örn, Arnar Freyr, og Ágúst Már að taka við verðlaunum

Bryndís Eva Ágústsdóttir tók 1. sæti í höggleiknum hjá stelpunum á aðeins 82 höggum. Í 2. sæti var Dagbjört Sísí Einarsdóttir á 87 höggum og í 3. sæti var hún Björk Hannesdóttir á 97 höggum. Punktakeppnina tók Gígja Rós Bjarnadóttir með heila 51 punkta. Í 2. sæti var Birta Rán Víðisdóttir með 40 punkta og rétt á eftir henni í 3. sæti var Dagbjört Sísí með 39 punkta.

Björk Hannesdóttir, Bryndís Eva, og Dagbjört Sísí að taka á móti verðlaunum
Dabjört Sísí og Gígja Rós að taka á móti verðlaunum

Eins og yngri krakkarnir þá spreyttu 13-14 ára krakkarnir sig líka í vipp keppni. Sigurvegarinn var Egill Örn með 13 stig. Nándaverðlaunin á 3 holu tók Dagbjört Sísí sem var 1,24m frá og nándaverðlaunin á 6 holu tók Birta Rán sem var 4,16m frá holu.

Siguvegarinn í vipp keppninni, Egill Örn
Dagbjört Sísí, næst holu á 3 holu

15-18 ára aldursflokkurinn kláraði daginn hjá okkur og spiluðu öll 18 holur með glæsibrag þrátt fyrir versnandi veður. Þau kepptu einnig í bæði höggleik og punktakeppni með forgjöf. Hjá strákunum varð Ólafur Kristinn Sveinsson í 3. sæti á 83 höggum, rétt á eftir Hafsteini Thor Guðmundssyni sem kom í 2. sæti á 82 höggum. Fyrsta sætið tók hann Valur Snær Gupmundsson á 73 höggum. Punktakeppnina tók hann Markús Máni Gröndal á 35 punkta og Valur Snær og Hafsteinn Thor fylgdu honum sterkt á eftir með 34 punkta og 33 punkta. Vipp keppnina tók Ragnar Orri Jónsson með 20 heil stig.

Hafsteinn Thor, Valur Snær, og Ólafur Kristinn að taka á móti verðlaunum
Valur Snær, Markús Máni, og Hafsteinn Thor að taka á móti verðlaunum
Ragnar Orri, sigurvegari í vipp keppninni

Hörð var baráttan hjá 15-18 kvenna. Höggleikurinn vannst á einu höggi en Kristín Lind Arnþórsdóttir tók fyrsta sætið á 82 höggum og Anna Karen Hjartardóttir fylgdi henni fast á eftir í öðru sæti á 83 höggum. Una Karen Guðmundsdóttir tók 3 sætið á 88 höggum en vann punktakeppnina með 33 punkta. Kristín Lind tók 2. sætið einnig með 33 punkta og Anna Karen var í 3. sæti með 31 punkt.

Una Karen, Kristín Lind, og Anna Karen að taka við verðlaunum í höggleik
Kristín Lind, Una Karen, og Anna Karen að taka á móti verðlaunum fyrir punktakeppni

Við viljum óska öllum sigurvegurum innilega til hamingju og þakka bæði keppendum og foreldrum fyrir að mæta og gera daginn skemmtilegann og fjörugan. Einnig viljum við þakka Barna- og unglinganefndinni sem stóð vaktina og grillaði ofan í alla keppendur að loknum hring og fyrir að skipuleggja vel heppnaðan golf dag. Það eru 3 mót eftir í Norðurlandsmótaröðinni og verður næsta mót 2. júlí á Dalvík, næsta eftir það 26 júlí á Ólafsfirði og loka mótið er 15. ágúst á Akureyri. Fleiri myndir frá mótinu má finna í myndasafninu okkar.

Categories: Börn og unglingar

Áframhaldandi Samstarf með Avis Bílaleigu

Okkur er sönn ánægjan að tilkynna áframhaldandi samstarf með Avis bílaleigu. Golfklúbbur Skagafjarðar og Avis bílaleiga hafa verið samstarfsaðilar seinustu ár og má sjá að fánarnir á flaggstöngunum okkar eru vel merktir Avis. Avis er aðal bílaleigu þjónusta á Íslandi og eru vel þekkt um allan heim fyrir gæði og góða þjónustu. Avis er með þjónustustöðvar út um allt land, þar á meðal bæði á Akureyri og hjá okkur á Sauðárkróki og hefur reynst golfklúbbnum vel, til dæmis þegar sveitirnar okkar halda af stað í keppni og við þurfum bíla til að ferja golfsettin! 22 Júlí munum við svo halda Opna Avis mótið.

Categories: Óflokkað

Fyrstu Mót Sumarsins 2023!

Við í GSS ætlum að hefja golfsumarið snemma með Opna KS mótinu á laugardaginn 3. júní. Keppt verður með Texas Scramble fyrirkomulagi 18 holur þar sem tveir eru saman í liði. Báðir slá högg og velja eftir hvert högg hvort boltinn er leikbolti. Æsi skemmtilegt mót og tilvalinn leið til að koma sér aftur í gírinn eftir langt frí! Skráningarfrestur er til 19:00 2 júní.

Eins og vant er þá byrjar Norðurlandamótaröðin hérna á Króknum og Nýprent mótið verður haldið 4 júní. Keppt er alveg frá byrjendaflokkum upp í 15-18 ára og geta krakkarnir skráð sig þar til 3 júní kl. 11:00. Skellt verður svo í grill og læti fyrir keppendur og aðstandendur í lok móts.

Innanfélagsmótin eru líka að fara að hefjast og verða fyrstu mótin í bæði Hard Wok mótaröðinni og KKS mótaröðinni í næstu viku. Hard Wok Háforgjafamótin eru 9 holu mót á þriðjudögum sem eru ætluð þeim með meira en 30 í forgjöf og alveg tilvalin mót fyrir byrjendur sem vilja stíga sín fyrstu skref í golfmótum. Mótið er opið fyrir alla, líka þá sem eru með lægri forgjöf en 30 nema þeir geta ekki unnið til verðlauna, og því geta Hard Wok mótin verið tilvalin fyrir metnaðasöm ungmenni sem vilja æfa sig. Eins og áður er mótagjald fyrir hvert mót 1.000kr og verða þau 10 talsins í sumar. 1. sætinu er veitt verðlaun í formi gjafabréfs frá Hard Wok.

KKS mótin eru 18 holu mót sem verða einnig 10 talsins yfir sumarið og alltaf á miðvikudögum. Mótið er punktakeppni með forgjöf og keppt í tveim flokkum; karla og kvenna. Í hverju móti er veitt verðlaun frá Kjötvinnslu KS fyrir sigurvegarana í hvor flokknum. Einnig eru veitt verðlaun í lok mótaraðarinnar fyrir bestan samanlagðan árangur með forgjöf í hvor flokknum og þá eru talin 6 bestu mót keppanda. Svo eru veitt ein verðlaun fyrir besta samanlagðan árangur í punktaleik án forgjafar óháð kyni. Ef það er ekki nóg þá er líka eitthvað sem við köllum ‘Besta Hola’ þar sem keppendur geta skráð 1-4 holur eftir hvert mót sem ‘besta hola.’ Markmiðið er að búa til hin ‘fullkomna hring’ eða ‘besta hring’ og þarf því að taka þátt í allavega 5 mótum til að ná að skrá 18 bestu holur. Mótagjald fyrir þessi mót er 2.000kr og yfirleitt hægt að skrá sig þar til 14:30 á miðvikudögum.

Allar upplýsingar um fleiri mótarhöld í sumar má finna á heimasíðunni undir ‘Mótahald’ og einnig á Golfbox. Upplýsingar er líka hægt að nálgast upp í skála.

Categories: Óflokkað