Höfundur: Stjórn GSS

Dregið úr takmörkunum 4. maí

Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra kynntu á blaðamannafundi í dag næstu skref stjórnvalda vegna Covid-19. Breytingarnar taka gildi 4. maí.

Hvað skipulagt íþróttastarf barna varðar þá verður það heimilt utandyra ef ekki eru fleiri en 50 saman í hóp. Þá skal vera að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð á milli þeirra, eftir því sem unnt er, sérstaklega hjá eldri börnum.

Annað skipulagt íþróttastarf er heimilt utandyra með þeim takmörkunum að ekki mega fleiri en fjórir æfa eða leika saman, snertingar eru óheimilar og halda skal tveimur metrum á milli einstaklinga. Þá skal notkun á sameiginlegum búnaði haldið í lágmarki en annars skal sótthreinsa hann á milli notkunar.

Útfærsla fyrir golf verður kynnt bráðlega en gleðifregnirnar eru þær að allt stefnir í að unnt verði að stunda golf með nokkuð eðlilegum hætti í sumar.

Covid 19

Samkomubann frá og með 16. mars hefur áhrif á starf GSS með eftirfarandi hætti:

  • Formlegar æfingar GSS falla niður.
  • Tímar eldri kylfingar falla niður, en þeir áttu að vera á Flötinni á mánudögum kl 10 – 12.
  • Inniaðstaðan er opin félagsmönnum en fara skal að fyrirmælum yfirvalda um sóttvarnir og hegðun í samkomubanni. Félagsmenn æfa á eigin ábyrgð.
  • Skemmtikvöldi og kynningu á Golfbox er frestað um óákveðinn tíma.
  • Æfingar barna og unglinga falla niður á meðan samkomubann varir, sbr. tilkynningu frá barna- og unglinganefnd GSS:

„Kæru foreldrar,

Barna- og unglinganefnd GSS hefur tekið þá ákvörðun að fella niður allar golfæfingar á meðan samkomubannið varir. Ástæðan er m.a. sú að við sjáum ekki fram á að geta framfylgt leiðbeiningum sóttvarnarlæknis varðandi tveggja metra fjarlægð á milli einstaklinga á æfingum. Að auki fá mörg barnanna lánaðar kylfur hjá okkur og eru oft á tíðum að skiptast á.

Við fylgjumst áfram með tilkynningum frá Almannavörnum, sóttvarnalækni og landlæknisembættinu og látum ykkur vita ef við sjáum fram á að geta hafið æfingar að nýju.

Við hvetjum ykkur til að huga vel að ykkur og fara varlega.

Bestu kveðjur til ykkar og krakkanna frá okkur öllum í nefndinni og þjálfurunum.“

Categories: Félagsstarf