Höfundur: Stjórn GSS

Meistaramót barna

Meistaramót GSS í barnaflokki fór fram dagana 11. – 13. júlí. Slæmt veður var fyrsta daginn en svo kom blíðan. Verðlaunaafhending var á lokahófi mótsins mánudaginn 18. júlí.

Úrslitin þetta árið voru:

9 ára og yngri stelpur:1.sætið- Rannveig Kara 2.sætið- Nína Morgan
9 ára og yngri, strákar:1.sætið- Ólafur Bjarni 2.sætið- Karl Goðdal 3.sætið- Friðrik Elmar

10-13 ára stelpur: 1.sætið- Gígja Rós 2.sætið- Emilía Ragnheiður 3.sætið- Nína Júlía
10-13 ára strákar:1.sætið- Guðni Bent 2.sætið- Brynjar Morgan 3.sætið- Gunnar Atli

Þjálfarar skelltu í vippkeppni á lokahófinu þar sem verðlaunað var fyrir 1. og 2.sætið. Í 1.sæti var Rannveig Kara en í 2.sæti var hann Gunnar Atli og fengu þau Titleist derhúfu í verðlaun.

Keppendum og fjölskyldum þeirra var boðið í pizzuveislu frá Hard Wok.

Barna- og unglinganefnd þakkar öllum fyrir skemmtilegt mót og frábært lokahóf mótsins. Sérstakar þakkir til Atla Freys þjálfara, Unu Karenar, Tómasar Bjarka og Dagbjartar Sísíar aðstoðarþjálfara.

Barna- og unglinganefnd GSS

Frá lokahófi meistaramóts barna 2022

Categories: Óflokkað

Meistaramót GSS 2022

Meistaramót GSS fór fram dagana 12.-16. júlí. Tæplega 60 þátttakendur tóku þátt í mismunandi flokkum. Keppt var í Meistaraflokki karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna, 2 flokki karla, háforgjafarflokki, öldungaflokki og barnaflokkum. Veður var mjög mismunandi í mótinu, fyrsti dagurinn var afleitur, það var hjá börnum og öldungum, annars hið besta veður.

Anna Karen Hjartardóttir vann öruggan sigur í Meistaraflokki kvenna. Í Meistaraflokki karla vann Arnar Geir Hjartarson einnig öruggan sigur. Þau systkinin eru því klúbbmeistarar GSS árið 2022.

Í fyrsta flokki kvenna sigraði Dagbjört Sísí Einarsdóttir. Í fyrsta flokki karla sigraði Tómas Bjarki Guðmundsson. Í öðrum flokki karla sigraði Róbert Óttarsson. Í öldungaflokki sigraði Guðrún Björg Guðmundsdóttir. Í háforgjafarflokki sigraði Auður Haraldsdóttir.

Nánari upplýsingar um verðlaunasæti eru á GolfBox.

Á laugardeginum var lokahóf í Ljósheimum þar sem verðlaun voru afhent og slegið á létta strengi.

Arnar Geir og Anna Karen
Meistarar GSS 2022
Tilþrif á teig.
Mynd: Hjalti Árnason

Categories: Félagsstarf Mótanefnd

Snærisleikur – 9 holur

Snærisleikur – síðbúið Jónsmessumót.
Laugardaginn 9. júlí kl. 20. Mæting kl. 19:30.
Innanfélagsmót. Aldurstakmark 18 ár.

Skráning og nánari upplýsingar á Golfbox

Snærisleikur GSS 2022

Categories: Óflokkað