Höfundur: Golfklúbbur

Arnar Geir og félagar á lokamóti NAIA mótaraðarinnar í Arizona.

Þessa vikuna eru Arnar Geir og félagar hans í Missouri Valley College að spila á lokamóti/landskeppni NAIA háskólamótaraðarinnar sem þeir unnu sér þátttökurétt í lok apríl. Mótið er leikið í Arizona, nánar tiltekið á Las Sendas Golf Club. https://www.lassendas.com. Þetta er lokamót mótaraðarinnar þar sem þau lið sem unnu sínar deildir víðsvegar um Bandaríkin koma saman. 30 lið eru mætt til leiks með 150 leikmenn auk 6 einstaklinga sem unnu sér keppnisrétt. Þeir hefja leik í dag þriðjudag kl.13:50 að staðartíma eða 20:50 að íslenskum tíma. Byrjað verður á að leika 36 holur þriðjudag og miðvikudag en síðan verður skorið niður og 17 bestu liðin klára mótið á fimmtudag og föstudag. Umhverfið er allt mjög sérstakt þar sem völlurinn er eiginlega í eyðimörk og vissara að halda sig á brautinni þar sem röffið samanstendur af sandi, grjóti, kaktusum og snákum !! Hægt er að fylgjast með stöðunni á þessum hlekk: http://results.golfstat.com/public/leaderboards/gsnav.cfm?pg=player&tid=18141&fbclid=IwAR1WZxgcNpoc6sc9rqGVR7BF2kxX6IJqOsOROsuI7VeRAPTp-hK-ouwt3mI

Arnar Geir í Arizona

Categories: Afreksstarf

Arnar Geir og félagar sigruðu deildarkeppnina

Arnar Geir Hjartarson og félagar hans í Missouri Valley College spiluðu dagana 29.apríl – 1.maí á Heart of America Championship mótinu. Leikið var á Porto Cima vellinum á Sunrice Beach í Missouri. Glæsilegur völlur sem hannaður er af Jack Nicklaus.
Þeir léku hringina þrjá á 901 höggi (315-289-297) eða 37 yfir pari. Eftir erfiðan fyrsta hring þar sem þeir voru í 5.sæti þá léku þeir frábært golf hina dagana og sigruðu með 13 högga mun.
Arnar Geir endaði í 8.sæti í einstaklingskeppninni á 228 höggum(82-72-74) og var valinn í úrvalslið deildarinnar. Þetta er í fyrsta skipti í sögu skólans sem liðið vinnur deildarmeistaratitil í golfi. Liðið er mjög alþjóðlegt og auk Arnars er einn frá Spáni, einn frá Tékklandi, einn frá Skotlandi og einn frá Englandi.
Hægt er að sjá lokaúrslitin hér:

http://results.golfstat.com/public/leaderboards/gsnav.cfm?pg=participants&tid=18105&fbclid=IwAR17wXBjO_Cz-5n2H-FeXKcrHgwZXRAYigar3frrYgdktOzMqhdapW-h2ic

Categories: Afreksstarf

Arnar Geir og félagar sigruðu á CBC Mustang Inv.

Arnar Geir Hjartarson og félagar í golfliði Missouri Valley College sigruðu á CBC Mustang Invitational mótinu sem fram fór 18-19 mars s.l. Mótstaður var the Country Club of Arkansas í Maumelle, Arkansas. Þátttakendur voru 78 frá 14 háskólum. Arnar Geir varð jafn í 14.sæti á 10 höggum yfir pari 154(77 – 77 ) og var á 5.besta skori í sínu liði. Hægt er að sjá lokastöðuna í mótinu hér.

Næsta mót hjá honum verður í dag og morgun á heimavelli. Síðan verður ferðinni heitið til Indiana þar sem leikið verður 29-30 mars n.k.

Veðrið ytra er búið að vera mjög leiðinlegt og þeir hafa í raun ekkert getað æft utandyra fyrr en í síðustu viku en hitatölur fara ört hækkandi en þeir vellir sem þeir hafa spilað á eru í hálfgerðu vetrarstandi á þeirra mælikvarða.

Categories: Afreksstarf