Breytingar á Hlíðarendavelli

Varla hefur farið framhjá glöggum kylfingum að miklar framkvæmdir standa nú yfir við 9. flöt vallarins. Verið er að vinna að uppbygginu á nýrri flöt, en sú gamla hefur verið nær ónýt vegna kalskemmda síðustu ár. Vallarnefnd lagði til að byggð yrði upp ný flöt og stjórn samþykkti framkvæmdirnar sem verður að mestu lokið nú á haustdögum. Líklega verður hægt að spila inn á nýju flötina síðla næsta sumar, en gamla flötin verður í notkun þangað til.

Categories: Óflokkað