Flokkur: Afreksstarf

Kvennasveit GSS á Íslandsmóti Golfklúbba í 1.deild um næstu helgi.

Kvennasveit Golfklúbbs Sauðárkróks leikur á Íslandsmóti Golfklúbba 1.deild sem haldin verður dagana 26.-28.júlí n.k. 8 sveitir eru í deildinni. Sú nýlunda verður á keppninni er að leikið verður á tveimur völlum, hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og Golfklúbbnum Oddi (GO). 1. deild karla verður einnig leikin samtímis á þessum völlum.

Keppnisfyrirkomulagið er holukeppni þar sem 6 spila í einu þ.e. 4 tvímenningsleikir og 1 fjórmenningur.

Sveit Golfklúbbs Sauðárkróks skipa þær:

Anna Karen Hjartardóttir

Árný Lilja Árnadóttir

Dagbjört Hermundsdóttir

Hildur Heba Einarsdóttir

Sigríður Elín Þórðardóttir

Sólborg Hermundsdóttir

Telma Ösp Einarsdóttir

Liðsstjóri: Árný Lilja Árnadóttir

Liðin í 1. deild kvenna (riðill):

Golfklúbbur Reykjavíkur (A)
Golfklúbburinn Keilir (B)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðarbæjar (B)
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (A)
Golfklúbbur Suðurnesja (A)
Golfklúbburinn Oddur (B)
Golfklúbbur Sauðárkróks (B)
Golfklúbbur Vestmannaeyja (A)

Hægt verður að fylgjast með stöðunni á www.golf.is þar sem uppfært verður að loknum hverjum leik.

Categories: Afreksstarf

Arnar Geir og félagar á lokamóti NAIA mótaraðarinnar í Arizona.

Þessa vikuna eru Arnar Geir og félagar hans í Missouri Valley College að spila á lokamóti/landskeppni NAIA háskólamótaraðarinnar sem þeir unnu sér þátttökurétt í lok apríl. Mótið er leikið í Arizona, nánar tiltekið á Las Sendas Golf Club. https://www.lassendas.com. Þetta er lokamót mótaraðarinnar þar sem þau lið sem unnu sínar deildir víðsvegar um Bandaríkin koma saman. 30 lið eru mætt til leiks með 150 leikmenn auk 6 einstaklinga sem unnu sér keppnisrétt. Þeir hefja leik í dag þriðjudag kl.13:50 að staðartíma eða 20:50 að íslenskum tíma. Byrjað verður á að leika 36 holur þriðjudag og miðvikudag en síðan verður skorið niður og 17 bestu liðin klára mótið á fimmtudag og föstudag. Umhverfið er allt mjög sérstakt þar sem völlurinn er eiginlega í eyðimörk og vissara að halda sig á brautinni þar sem röffið samanstendur af sandi, grjóti, kaktusum og snákum !! Hægt er að fylgjast með stöðunni á þessum hlekk: http://results.golfstat.com/public/leaderboards/gsnav.cfm?pg=player&tid=18141&fbclid=IwAR1WZxgcNpoc6sc9rqGVR7BF2kxX6IJqOsOROsuI7VeRAPTp-hK-ouwt3mI

Arnar Geir í Arizona

Categories: Afreksstarf

Arnar Geir og félagar sigruðu deildarkeppnina

Arnar Geir Hjartarson og félagar hans í Missouri Valley College spiluðu dagana 29.apríl – 1.maí á Heart of America Championship mótinu. Leikið var á Porto Cima vellinum á Sunrice Beach í Missouri. Glæsilegur völlur sem hannaður er af Jack Nicklaus.
Þeir léku hringina þrjá á 901 höggi (315-289-297) eða 37 yfir pari. Eftir erfiðan fyrsta hring þar sem þeir voru í 5.sæti þá léku þeir frábært golf hina dagana og sigruðu með 13 högga mun.
Arnar Geir endaði í 8.sæti í einstaklingskeppninni á 228 höggum(82-72-74) og var valinn í úrvalslið deildarinnar. Þetta er í fyrsta skipti í sögu skólans sem liðið vinnur deildarmeistaratitil í golfi. Liðið er mjög alþjóðlegt og auk Arnars er einn frá Spáni, einn frá Tékklandi, einn frá Skotlandi og einn frá Englandi.
Hægt er að sjá lokaúrslitin hér:

http://results.golfstat.com/public/leaderboards/gsnav.cfm?pg=participants&tid=18105&fbclid=IwAR17wXBjO_Cz-5n2H-FeXKcrHgwZXRAYigar3frrYgdktOzMqhdapW-h2ic

Categories: Afreksstarf