Flokkur: Óflokkað

Þórir fór holu í höggi á Hlíðarenda

Þórir Vilhjámur Þórisson úr Golfkúbbi Akureyrar  gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Hlíðarendavelli síðast liðinn laugardag en þá var haldið mót í Norðurlandsmótaröð láforgjafarkylfinga. Draumahögg allra kylfinga sló Þórir á þriðju braut vallarins, sem er 151 metri af gulum teigum. GSS óskar Þóri kærlega til hamingju með afrekið.

Þórir kampakátur fyrir miðju og meðspilarar

Categories: Óflokkað

Meistaramót í Holukeppni

Dregið hefur verið í fyrstu umferð meistaramóts í Holukeppni. Leikjum þarf að vera lokið fyrir 30. júní, en spilað er með fullri forgjöf.

Elvar Ingi Hjartars vs. Hlynur Freyr Einarsson

Brynjar Örn Guðmundsson vs. Þröstur Friðfinnsson

Ásgeir Björgvin Einarsson vs. Jónas Már Kristjánsson

Þórður Karl Gunnarsson vs. Hjörtur S Geirmundsson

Guðmundur Rúnar Vífilsson vs. Dagbjört Rós Hermundsdóttir

Guðmundur Þór Árnason vs. Rafn Ingi Rafnsson

Oddur Valsson vs. Ingvi Þór Óskarsson

Arnar Geir Hjartarson vs. Einar Ágúst Gíslason

 

Aðrir sem skráðu sig í Holukeppnina sitja hjá í fyrstu umferð.

mótanefnd

 

Categories: Óflokkað

Meistaramót í Holukeppni

Nú fer að styttast í holukeppnina og hvetjum við alla til að skrá sig og vera með í skemmtilegu móti.

Skráningu í Holukeppni GSS lýkur föstudaginn 22.júní kl. 20. Dregið verður í 1. umferð eftir Jónsmessumót, sem er haldið föstudaginn 22.júní. Leikjum í fyrstu umferð skal vera lokið fyrir 30.júní.

Eftir fyrstu umferð verður keppendafjöldi jafnaður niður í 16 eða 8 með aukaleik/jum eftir útdrátt, ef þess þarf (fer eftir keppendafjölda).

Holukeppnin er spiluð með fullri forgjöf.

Þátttökugjald er aðeins 1000 kr.

Skráning á golf.is

Mótanefnd

Categories: Óflokkað