Flokkur: Óflokkað

Frábært skor á KS mótinu

Opna KS mótið fór fram laugardaginn 9 júní í blíðskapar veðri. Alls tóku tæplega 50 kylfingar þátt í mótinu sem tókst hið besta og var árangurinn frábær hjá mörgum kylfingum. Mótið var spilað með Texas Scramble fyrirkomulagi, þannig að tveir og tveir spila saman í liði og velja betra högg í hvert sinn sem þeir slá.

Í fyrsta sæti í mótinu urðu þau Árný Árnadóttir og Rafn Ingi Rafnsson. Þau komu inn á ótrúlega góðu skori eða 67 höggum brúttó, 5 höggum undir pari, en með forgjöf var skorið 63 högg.  Ingvi Þór Óskarsson og Arnar Geir Hjartarson léku á 68 höggum eða 65 með forgjöf í þriðja sæti urðu þau Dagbjört Rós Hermundardóttir og Ásmundur Baldvinsson á 67 höggum með forgjöf. Urðu þau jöfn þeim Ingibjörgu Guðjónsdóttur og Birni Sigurðssyni, Þóri Þórissyni og Auði Dúadóttur úr GA og Brynjari Guðmundssyni og Þorbergi Ólafssyni. Þau síðarnefndu voru með heldur lakara skor á seinni 9 holunum og hlutu þau Dagbjört og Ásmundur því þriðja sætið.

Categories: Óflokkað

Skráning á rástíma hefst 1. júní

Félagsmenn athugið. Tölvuskráning á rástíma hefst 1. júní n.k. Hægt er að skrá sig í skála eða heima eftir því sem hentugra er. Rástímaskráningin er mikilvæg svo við getum haft upplýsingar um fjölda gesta og bætt umferð um völlinn þegar mikið álag er.

Stjórnin

Categories: Óflokkað

Fyrirkomulag golfkennslu fyrir fullorðna

Thomas Olsen golfkennari mun bjóða upp á kennslu fyrir einstaklinga sem hópa í sumar. Verð fyrir hvern einkatíma er 3000 krónur, en einnig er hægt að kaupa fleiri tíma með afslætti.

Byrjendanámskeið hefst þriðjudaginn 5 júní kl. 20:00. Um hópkennslu er að ræða, þar sem farið verður yfir helstu atriðin í golfíþróttinni. Byrjendanámskeið er nauðsynlegur undanfari þess að spila golf á vellinum, enda er þar einnig farið yfir reglur og umgengni um völlinn. Verð fyrir byrjendanámskeið er 6000 krónur og er gert ráð fyrir að námskeiðið sé í heild 10 klukkustundir og skiptist á nokkra daga.

Þá verður boðið upp á þá nýbreytni í sumar að bjóða upp á stutt hópanámskeið í einstökum þáttum s.s. púttum, að slá upp úr glompu o.s. frv. Námskeiðin verða auglýst betur síðar, en þau eru ætluð þeim sem eru komin nokkuð á veg í íþróttinni.

Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Thomas í síma 691 5075 eða senda fyrirspurnir í netfangið unnar.ingvarsson@gmail.com

Categories: Óflokkað