Flokkur: Óflokkað

Skötuveisla GSS 2011

Komdu og fáðu nasaþefinn af jólunum á Kaffi Krók Föstudaginn, 23. desember 2011, frá kl. 11:00 – 14:00

Þá er að renna í garð þessi yndislegi tími ársins þar sem heimilin fyllast af allskonar ilmi sem við tengjum öllu jöfnu við jólin.

Til að afla tekna hefur GSS ákveðið í samstarfi við velunnara okkar Kaffi Krók, sem m.a. hefur stutt dyggilega við mótaröðina okkar undanfarin sumur, að blása til stórfenglegrar skötuveilslu! Við höldum í fornar hefðir og bjóðum Skagfirðingum og gestum þeirra nær og fjær að hittast og borða saman þennan þjóðlega rétt, auk þess sem boðið verður upp á síld, saltfisk, skötustöppu, saltfiskstöppu, rúgbrauð, smjör, hamsa, kartöflur og vestfirzkan hnoðmör, svo maður tali nú ekki um ilmandi grjónagraut, fyrir aðeins kr. 2.800.pr.mann.
Einnig er hægt að kaupa bjór, gos og snapsa af ýmsi tagi!
Nauðsynlegt er að panta borð skrá sig í matinn sem fyrst í síma: 845-6625 eða á videosport@simnet.is

Categories: Óflokkað

Almennur félagsfundur

Ágætu félagar,

 

Stjórn Golfklúbbs Sauðárkróks boðar til almenns félagsfundar í Safnahúsinu Sauðárkróki sunnudaginn 12.desember nk. kl.14.

Umræðuefni er inniaðstaða til golfþjálfunar. Hvetjum sem flesta félaga til að mæta!

Categories: Óflokkað

Góður rekstur GSS

Aðalfundur Golfklúbbs Sauðárkróks var haldinn að Hlíðarenda 24. Nóvember. Þar kom fram að rekstur klúbbins hefur verið ágætur á síðasta ári, en klúbburinn skilaði ríflega 3 milljónum í hagnað. Rekstrartekjur námu tæplega 22 milljónum króna og gjöld voru um 19 milljónir.

Frá aðalfundi GSS 2011

Langtímaskuldir klúbbsins eru ríflega 3 milljónir króna. Hins vegar blasir við að nauðsynlegt verður að endurnýja sláttuvél á næstunni og er áætlaður kostnaður um eða yfir 10 milljónir króna og því mikilvægt að greiða niður skuldir til að mæta framtíðarútgjöldum.

Á síðasta ári var unnið að ýmsum framkvæmdum, m.a. var bætt við vatnssöfnunartank á golfsvæðið, settar upp öryggismyndavélar og byggð upp ný flöt á 9. braut. Félagsmenn lögðu á sig mikla sjálfboðavinnu til að framkvæmdir yrðu sem ódýrastar og hafa tugir sjálfboðaliða lagt mikið á sig fyrir klúbbinn á árinu.

Allir stjórnarmeðlimir gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu, nema Bjarni Jónasson form.mótanefndar og mun stjórn klúbbsins næsta starfsár því vera þannig skipuð:  Pétur Friðjónsson formaður, Unnar Ingvarsson varaformaður, Dagbjört Rós Hermundardóttir ritari, Ragnheiður Matthíasdóttir gjaldkeri, Björn Sigurðsson, Hjörtur Geirmundsson og Sigríður Elín Þórðardóttir.

Bjarna eru þökkuð verkin á liðnu ári og Sigríður Elín er boðin velkomin til starfa í stjórn. Hægt verður að nálgast ársreikninginn á www.gss.is .

Categories: Óflokkað