Entries Tagged as 'Uncategorized'

Ný rástímaskráning í golfherminn

Tekin hefur verið upp ný rástímaskráning fyrir golfherminn. Notast verður hér eftir við opið dagatalskerfi sem nefnist Teamup.

Allar upplýsingar er að finna hér á heimasíðunni undir Golfhermir.

Golfhermir

Inniæfingar hafnar í barna- og unglingastarfi

Inniæfingar eru hafnar á Flötinni í barna- og unglingastarfi GSS. Yngri hópurinn (12 ára og yngri) æfir á
mánudögum kl. 17:00 -18:00. Atli Freyr Rafnsson og Arnar Freyr Guðmundsson sjá um æfingarnar.

Eldri hópurinn (13 ára og eldri) æfir á fimmtudögum kl. 17:30 – 19:00. Atli Freyr Rafnsson sér um æfingarnar.

Unglinganefndin er spennt fyrir nýju golfári og vonast til að sjá sem flesta á æfingum.

Útnefningar UMSS til kylfinga GSS

27.desember hélt Ungmennasamband Skagafjarðar samsæti í Ljósheimum þar sem veittar voru viðurkenningar til þeirra íþróttamanna í Skagafirði sem skarað hafa fram úr á árinu. Einnig var útnefndur íþróttamaður ársins hjá UMSS.

Byrjað var á því að veita Hvatningarverðlaun til ungra íþróttamanna. Fyrir hönd Golfklúbbs Sauðárkróks fengu Alexander Franz Þórðarson og Anna Karen Hjartardóttir viðurkenningu.

Því næst voru veittar viðurkenningar fyrir lið ársins. Fyrir hönd Golfklúbbs Sauðárkróks fékk sameiginleg telpnasveit GSS/GHD/GFB viðurkenningu fyrir að lenda í 3.sæti á Íslandsmóti Golfklúbba 15 ára og yngri í Vestmannaeyjum s.l. sumar. Í sveitinni vorur frá GSS Anna Karen Hjartardóttir, Rebekka Barðdal Róbertsdóttir og Una Karen Guðmundsdóttir. Sigurvegari í þessum flokki hjá UMSS var kvennalið Tindastóls í knattspyrnu sem var í 2. sæti í annarri deild og vann sér þar með sæti í 1.deild að ári.

Telpnasveit GSS/GFB/GHD var tilnefnd sem lið ársins

Þá var komið að útnefningu á Íþróttamanni Skagafjarðar. Fyrir hönd Golfklúbbs Sauðárkróks var Arnar Geir Hjartarson tilnefndur. Íþróttamaður Skagafjarðar að þessu sinni er hins vegar Þóranna Sigurjónsdóttir frjálsíþróttakona úr Tindastóli sem náði frábærum árangri á árínu.

Golfklúbbur Sauðárkróks óskar Þórönnu til hamingjum titilinn.