Staðarreglur á Hlíðarendavelli

Vallarmörk eru girðing umhverfis völlinn og hvítir hælar.

Steinar í glompum eru hreyfanlegar hindranir. Regla 24-1.

Rafmagnslínur:  Endurtaka skal högg vítislaust ef bolti lendir í rafmagnslínu. Regla 20-5.

Vegir, slóðir, stígar o.fl.

Grjóthleðsla við æfingaflöt, gamall vegur á 2/11 og 3/12 braut, göngustígar og slóðir án ofaníburðar eru hluti vallar.

Leyfilegt er að taka lausn frá ofaníbornum vegum og stígum. Regla 24-2.  (Sjá skilgr. “Hindrun”).

Óhreyfanlegar hindranir

Ruslafötur, bekkir, fjarlægðarhælar, vegvísar, auglýsingaskilti, fánastangir, fánaborg, vökvunarkerfi, bjalla við 4. flöt og hælar sem styðja við eða skýla trjám eru óhreyfanlegar hindranir. Regla 24-2.

Notkun fjarlægðarmæla

Við allan leik á vellinum má leikmaður afla sér upplýsinga um fjarlægð með því að nota tæki sem mælir eingöngu fjarlægð. Ef, á meðan fyrirskipuð umferð er leikin, leikmaður notar tæki sem er hannað til að mæla eða meta aðrar aðstæður sem gætu haft áhrif á leik hans (s.s. halla, vindhraða, hitastig, o.s.frv.) er leikmaðurinn brotlegur við reglu 14-3 en víti fyrir það er frávísun, án tillits til hvort slík viðbótarhlutverk tækisins voru hagnýtt í raun.

Að öðru leyti skal leikið samkvæmt almennum golfreglum The Royal and Ancient Golf Club of St. Andrews.

Athugið!

Bláir hælar eða línur:
Grund í aðgerð. Regla 25-1.

Bláir og hvítir hælar:
Vernduð grund, þaðan sem leikur er bannaður. Liggi bolti leikmanns á svæðinu, eða það truflar stöðu hans eða sveiflusvið, verður hann að leita lausnar samkvæmt reglu 25-1.

Gulir eða rauðir hælar:
Afmarka vatns- eða hliðarvatnstorfærur. Regla 26-1 og 26-2.

Almennt víti fyrir brot á staðarreglum:
Holukeppni: Holutap.   Höggleikur: 2 högg.

5. júlí 2013