Meistaramót GSS 2022

Meistaramót GSS fór fram dagana 12.-16. júlí. Tæplega 60 þátttakendur tóku þátt í mismunandi flokkum. Keppt var í Meistaraflokki karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna, 2 flokki karla, háforgjafarflokki, öldungaflokki og barnaflokkum. Veður var mjög mismunandi í mótinu, fyrsti dagurinn var afleitur, það var hjá börnum og öldungum, annars hið besta veður.

Anna Karen Hjartardóttir vann öruggan sigur í Meistaraflokki kvenna. Í Meistaraflokki karla vann Arnar Geir Hjartarson einnig öruggan sigur. Þau systkinin eru því klúbbmeistarar GSS árið 2022.

Í fyrsta flokki kvenna sigraði Dagbjört Sísí Einarsdóttir. Í fyrsta flokki karla sigraði Tómas Bjarki Guðmundsson. Í öðrum flokki karla sigraði Róbert Óttarsson. Í öldungaflokki sigraði Guðrún Björg Guðmundsdóttir. Í háforgjafarflokki sigraði Auður Haraldsdóttir.

Nánari upplýsingar um verðlaunasæti eru á GolfBox.

Á laugardeginum var lokahóf í Ljósheimum þar sem verðlaun voru afhent og slegið á létta strengi.

Arnar Geir og Anna Karen
Meistarar GSS 2022
Tilþrif á teig.
Mynd: Hjalti Árnason

Categories: Félagsstarf Mótanefnd