Mótaská

Drög að mótaskrá GSS fyrir árið 2017 liggur nú fyrir á vefnum www.golf.is Athygli er vakin á því að um drög er að ræða og því geta orðið nokkrar breytingar þegar nær dregur.

Mótanefnd

 

Reglugerð um Kaffi Króks mótaröðina:

Punktakeppni með og án forgjafar:
Tíu stök mót: Tuttugu gjafabréf frá Kaffi krók hvert að verðmæti kr. 5000.- Sami einstaklingur getur ekki unnið til verðlauna bæði í punktakeppni með forgjöf og án forgjafar í sama mótinu, ef slíkt hendir vinnur sá/sú sem er í öðru sæti með forgjöf. Ef tveir eða fleiri keppendur eru jafnir í efsta sæti í punktakeppni án forgjafar gildir besta skor á holum 10-18. Ef enn er jafnt gildir besta skor á holum 13-18 ef enn er jafnt gildir besta skor á holum 16-18 og ef enn er jafnt gildir besta skor á 18 holu ef enn er jafnt er skorið úr um sigurvegara með því að varpa hlutkesti. Ef tveir eða fleiri keppendur eru jafnir í efsta sæti í punktakeppni með forgjöf gildir röð keppenda samkvæmt niðurstöðu reikniforrits GSÍ sem notað er við úrvinnslu punktamóta með forgjöf.
Samtals árangur sex móta: Tvö gjafabréf frá Kaffi Krók að verðmæti 10.000. Sami einstaklingur getur ekki unnið til verðlauna í punktakeppni með forgjöf og án forgjafar. Vinningur færist á annað sæti með forgjöf. Bestur samanlagður árangur (flestir punktar) keppanda úr sjö mótum. Ef tveir eða fleiri keppendur eru jafnir í punktakeppni með og án forgjafar vinnur sá/sú sem hefur unnið fleiri mót. Ef enn er jafnt gildir hærri meðaltals árangur úr öllum Kaffi króks-mótum sem viðkomandi hefur tekið þátt í. Ef enn er jafnt er varpað hlutkesti.
Besta hola: HÖGGLEIKUR MEÐ FORGJÖF.
Eftir hvert mót getur keppandi valið að skrá 1, 2, 3 eða 4 holur sem ,,besta hola“. Keppandi þarf að taka þátt í minnst í fimm mótum til að ná að skrá skor á 18 holur.
Keppandi merkir skýrt og greinilega með stóru B við holu sem valin er ,,besta hola“ áður en skorkorti er skilað til mótanefndar. Merkir síðan á kortið sem staðsett er í sal klúbbhússins.
Ekki er leyfilegt að breyta vali á ,,bestu holu“ eftir að móti hefur verið lokað í kerfi GSÍ eða eftir að leikmaður hefur skráð holur á kortið. Rétt er að árétta að 1 hola er 1 hola og 10 hola er 10 hola o.s.frv. Sem þýðir að óheimilt er að skrá skor á 1 holu sem skor á 10 holu á skorkortið ,,Besta hola“.
Gjafabréf að verðmæti kr. 12.000.
Mótsgjald: GSS félagar kr.1500.- stakt mót. Afsláttarkort kr. 10.000 (tíu mót). Gestir greiða vallargjald samkvæmt gjaldskrá GSS 2017.
Mótanefnd áskilur sér rétt til að breyta fyrirkomulagi Kaffi króks-mótaraðar ef þurfa þykir.

Categories: Óflokkað

Golfæfingar barna og unglinga að hefjast

Um síðustu helgi fékk Golfklúbbur Sauðárkróks  grasteppi og hefur það verið lagt á hluta inniaðstöðunnar á Borgarflöt 2.  Það er því komin mjög góð aðstaða til pútt og vippæfinga.

Við ætlum því að hefja æfingar núna í vikunni. Þannig að fyrstu æfingar eru 20. og 21. febrúar.

Til að byrja með ætlum við að vera með eina æfingu í viku og skipta hópnum eftir aldri.

Yngri hópurinn ( 11 ára og yngri – 5.bekkur og yngri ) verður á fimmtudögum kl. 17:30 – 18:30. Eldri hópurinn ( 12 ára og eldri – 6. Bekkur og eldri) verður á miðvikudögum kl.17:00-19:00.  Við skoðum svo hvernig mæting verður og hvort að breyta þarf fyrirkomulagi á þessum æfingum.  Við skoðum svo fjölgun á æfingum þegar nær dregur vori.

Verð fyrir þessar æfingar fram á vorið eru: fyrir yngri hóp 4.000,- og eldri hóp 6.000,- Svo stefnum við á að fá golfkennara einhverjar helgar til að vera með okkur og þá þarf að greiða kr.1.000,- aukalega fyrir að taka þátt í þeim æfingum.

Svo þurfið þið að hafa með ykkur íþróttaskó/inniskó því við förum ekki á útiskóm inn á grasteppið.

Muna líka eftir golfkylfum, en við komum til með að einbeita okkur að púttum og vippum til að byrja með.  Endilega bjóðið áhugasömum vinum með ykkur til að prófa þessa frábæru aðstöðu sem við erum búin að bíða svo lengi eftir.

Categories: Óflokkað