Icelandair golfers á laugardaginn

Eitt af stórmótum sumarsins fer fram að Hlíðarenda á laugardaginn, Opna Icelandair golfers mótið. Hvetum við sem flesta til að skrá sig sem allra fyrst, enn eru lausir rástímar. Góð verðlaun eru í boði Icelandair Golfers, gjafabréf af ýmsu tagi. Skráning og nánari upplýsingar eru á www.golf.is

Categories: Óflokkað

Arnar Geir og Árný sigurvegarar meistarmóts GSS

Meistaramót Golfklúbbs Sauðárkróks fór fram á Hlíðarendavelli 4.-7.júlí s.l.

Alls tóku 37 kylfingar þátt í meistaramóti GSS í mismunandi flokkum.  Veðrið lék við kylfinga alla dagana og var keppni jöfn og

Árný og Arnar Geir klúbbmeistarar 2012

spennandi í flestum flokkunum.  Klúbbmeistarar Golfklúbbs Sauðárkróks þetta árið eru þau Árný Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson.  Árný var þarna að vinna sinn 11 meistaratitil í klúbbnum en Arnar Geir vann sinn fyrsta titil. Mótinu lauk á laugardagskvöldið með verðlaunaafhendingu. Þá voru einnig veitt ýmis aukaverðlaun. Fyrir næst holu á 3. braut á fyrsta keppnisdegi hlaut Thomas Olsen golfkennari verðlaun, á öðrum keppnisdegi varð Aldís Ósk Unnarsdóttir næst holu á 6.braut.  Á þriðja keppnisdegi varð Ingvar Guðnason næstur holu á 9.braut eftir 2.högg. Síðustu aukaverðlaunin hlaut Sigríður Elín Þórðardóttir með flesta punkta án forgjafar á þremur bestu hringjum í mótinu.

 

Úrslit í öllum flokkum urðu þessi:

 

Meistaraflokkur karla:
1. Arnar Geir Hjartarson 321 högg
2. Jóhann Örn Bjarkason 327 högg
3. Oddur Valsson 329 högg
Meistaraflokkur kvenna:
1. Árný Lilja Árnadóttir 339 högg
2. Sigríður Elín Þórðardóttir 346 högg
3. Sigríður Eygló Unnarsdóttir 362 högg
1.flokkur karla:
1. Elvar Ingi Hjartarson 336 högg
2. Hlynur Freyr Einarsson 357 högg
3. Rafn Ingi Rafnsson 362 högg
3.flokkur karla:
1. Sævar Steingrímsson 388 högg
2. Unnar Rafn Ingvarsson 391 högg
3. Bjarni Jónasson 392 högg
Öldungaflokkur karla:
1. Haraldur Friðriksson 263 högg
2. Einar Einarsson 265 högg
3. Ásgeir Björgvin Einarsson 266 högg

 

Categories: Óflokkað

Meistaramótið hafið

Fyrsti dagur meistaramóts GSS var í gær, en spilað er i fjóra daga og lýkur mótinu á laugardag. Vegna mótsins er völlurinn fullur frá klukkan 14:00 til 20:00 alla daganna. Góð þáttaka er í mótinu og mikil stemming. Allir klúbbmeðlimir auk vina og vandamanna eru velkomnir á lokahóf mótsins kl 20:00 á laugardagskvöldið. Þar er hægt að kaupa sér mat og drykk og skemmta sér fram eftir kvöldi. Verð fyrir mat á lokahófinu er 2000 krónur. Skráning á lokahófið fer fram í golfskálanum.

Categories: Óflokkað