Höfundur: admin

Styrktarmót fyrir Arnar Geir

Golfklúbburinn ætlar að halda styrktarmót fyrir Arnar Geir Hjartarson mánudaginn 8.ágúst n.k.
Arnar Geir fer í háskólanám til Bandaríkjanna, nánar tiltekið í Missouri Valley College um miðjan ágúst á íþróttastyrk.
Við ætlum að spila 9 holur og hafa gaman. Ræst verður út af öllum teigum.
Mæting er kl.17:00 og byrjað að spila kl.17:15. Þetta verður punktakeppni og veitt verða verðlaun fyrir efstu sætin. Ekki verður leikið til forgjafar.
Hver veit nema Arnar Geir verði úti á velli og bjóði upp á upphafshögg á einhverri braut 🙂

Mótsgjald er kr. 2.000,- eða frjáls framlög eftir því sem hver og einn vill. Skráning er á www.golf.is.

Að loknu móti verða síðan kaffi og tertur í boði fjölskyldunnar.

Gaman væri að sjá sem flesta og eiga notalega stund saman að móti loknu í skálanum.

Þeir klúbbfélagar sem ekki taka þátt í mótinu eru hjartanlega velkomnir í kaffið á eftir.

Categories: Óflokkað

Meistarmóti GSS lokið

Meistaramót GSS í eldri flokkum fór fram dagana 6.-9.júlí á Hlíðarendavelli.
Keppt var í fjölmörgum flokkum og var ljómandi góð þáttaka og stemmingin mjög góð.
Lognið fór reyndar mishratt yfir eftir dögum og einnig rigndi duglega á köflum.
Þetta hafði einhver áhrif á skor kylfinga en samt setti Arnar Geir Hjartarson vallarmet
á öðrum degi á hvítum teigum þegar hann spilaði völlinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari.
Mikil og hörð keppni var í flestum flokkum og réðust úrslit ekki fyrr en á lokaholum í morgun flokkunum
Verðlaunaafhending og matur var síðan í mótslok á laugardagskvöldið 9.júlí þar einnig voru veitt
ýmis aukaverðlaun.
Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir holukeppni GSS sem lauk nýverið.
Þar var það Elvar Ingi Hjartarson sem stóð uppi sem holukeppnismeistari GSS árið 2016.
Öll úrslit í meistaramótinu er að finna á www.golf.is en helstu úrslit urðu þessi.

Verðlaunahafar og hluti þáttakenda í meistaramóti GSS 2016

Árný Lilja og Arnar Geir Meistarar GSS 2016

Elvar Ingi Holukeppnismeistari GSS 2016

Meistaraflokkur karla-72 holur högg
1. Arnar Geir Hjartarson 324
2. Jóhann Örn Bjarkason 328
3. Elvar Ingi Hjartarson 344

Meistaraflokkur kvenna 72 holur
1. Árný Lilja Árnadóttir 344
2. Dagbjört Rós Hermundsdóttir 358
3. Telma Ösp Einarsdóttir 393

1.flokkur karla 72 holur
1. Hákon Ingi Rafnsson 352
2. Magnús Gunnar Gunnarsson 362
3. Ásmundur Baldvinsson 371

2.flokkur kvenna 72 holur
1. Elín Gróa Karlsdóttir 527
2. Hanna Dóra Björnsdóttir 531

Öldungaflokkur karla 54 holur
1. Guðmundur Ragnarsson 277
2. Guðmundur Gunnarsson 284
3. Reynir Barðdal 285

Háforgjafarflokkur karla 27 holur
1. Þórður Ingi Pálmarsson 176
2. Atli Freyr Kolbeinsson 225

Háforgjafarflokkur konur 27 holur
1. Hafdís Skarphéðinsdóttir 176
2. Sylvía Dögg Gunnarsdóttir 225

Byrjendaflokkur karlar – 9 holur
1. Sigfús Ólafur Guðmundsson 59
2. Guðmundur Kristján Hermundss.69
3. Sigurður Bjarni Rafnsson

Byrjendaflokkur konur – 9 holur
1. Ingibjörg Ásta Sigurðardóttir
2. Sigríður Svavarsdóttir

Fleiri myndir frá verðlaunaafhendingu er að finna á facebook síðunni Golfmyndir GSS

Categories: Óflokkað

GSS sendir sveitir í Íslandsmót golfklúbba nú um helgina

Íslandsmót golfklúbba verður haldið dagana 24-26.júní víðsvegar um landið.
GSS sendir bæði sveitir til keppni í kvenna- og karlaflokki.
Kvennasveit GSS leikur í 2.deild á Selfossi.
Sveitina skipa þær:
Árný Lilja Árnadóttir
Dagbjört Hermundsdóttir
Ingibjörg Guðjónsdóttir
Sigríður Elín Þórðardóttir
Telma Ösp Einarsdóttir

Karlasveit GSS leikur í 3.deild á Húsavík:
Sveitina skipa þeir:
Arnar Geir Hjartarson
Brynjar Örn Guðmundsson
Elvar Ingi Hjartarson
Jóhann Örn Bjarkason
Jón Þorsteinn Hjartarson

Hægt verður að fylgjast með framvindu í www.golf.is alla dagana.

Categories: Óflokkað