Flokkur: Félagsstarf

Meistaramót GSS 2022

Meistaramót GSS fór fram dagana 12.-16. júlí. Tæplega 60 þátttakendur tóku þátt í mismunandi flokkum. Keppt var í Meistaraflokki karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna, 2 flokki karla, háforgjafarflokki, öldungaflokki og barnaflokkum. Veður var mjög mismunandi í mótinu, fyrsti dagurinn var afleitur, það var hjá börnum og öldungum, annars hið besta veður.

Anna Karen Hjartardóttir vann öruggan sigur í Meistaraflokki kvenna. Í Meistaraflokki karla vann Arnar Geir Hjartarson einnig öruggan sigur. Þau systkinin eru því klúbbmeistarar GSS árið 2022.

Í fyrsta flokki kvenna sigraði Dagbjört Sísí Einarsdóttir. Í fyrsta flokki karla sigraði Tómas Bjarki Guðmundsson. Í öðrum flokki karla sigraði Róbert Óttarsson. Í öldungaflokki sigraði Guðrún Björg Guðmundsdóttir. Í háforgjafarflokki sigraði Auður Haraldsdóttir.

Nánari upplýsingar um verðlaunasæti eru á GolfBox.

Á laugardeginum var lokahóf í Ljósheimum þar sem verðlaun voru afhent og slegið á létta strengi.

Arnar Geir og Anna Karen
Meistarar GSS 2022
Tilþrif á teig.
Mynd: Hjalti Árnason

Categories: Félagsstarf Mótanefnd

Borgarflöt opnar

Ný reglugerð um tilslakanir á samkomutakmörkunum tekur gildi miðvikudaginn 13. janúar. Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertingar innan- og utandyra. Áhrif á starf GSS eru þau að félagar geta notað inniaðstöðu á Borgarflöt frá og með miðvikudegi 13. janúar. Þar er hægt að pútta, slá í net og spila í hermi.
Sjá Covid reglur GSÍ hér: https://www.golf.is/covid-19-reglur-vardandi-framkvaemd-aefingar-og-keppni-golfsamband-islands/

Hermir

Hermir

Bókun tíma í hermi fer fram með sama hætti og bókun rástíma á völlinn, þ.e. með golfbox appinu eða golf.is. Hámark í hermi er sá fjöldi sem getur bókað, þ.e. 4 manns. Kylfingar þurfa að sótthreinsa lyklaborð, mús og snertifleti að lokinni notkun. Jafnframt þarf að loftræsta að loknum tíma með því að opna út í 5 mín. Að öðru leyti ber að fara eftir reglum um sóttvarnir. Munið handþvott og sprittun. Áhorfendur eru ekki leyfðir.
Afsláttarkort eru seld hjá gjaldkera. Þau munu jafnframt gilda í nýja herminn þegar hann kemur.
Leiðbeiningar um notkun hermis hanga á vegg í hermisrýminu og eru á heimasíðu GSS, undir Golfhermir.

Pútt og net

Félögum er frjálst að pútta og slá í net. Aðgangurinn er innifalinn í félagsgjaldi GSS. Miðað við reynslu undanfarinna ára er ekki ástæða til að óttast örtröð á púttflötinni. 6 manns geta verið á púttsvæðinu með góðu móti m.t.t. sóttvarna.
Sótthreinsið bolta og snertifleti að lokinni æfingu. Byrjið og endið æfinguna á því að spritta hendur.

Categories: Félagsstarf

Aðalfundur GSS 2020

Aðalfundur GSS 2020 var haldinn 30. nóvember.  Fundurinn var netfundur að hluta: stjórnin var í skála en aðrir fundarmenn sóttu fundinn með hjálp Teams. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf.
Sigurjón Gestsson var kjörinn heiðursfélagi GSS fyrir áratuga sjálfboðavinnu við gróðursetningu og umhirðu gróðurs á Hlíðarendavelli.

Árið 2020 kom vel út í golfinu, starfið var blómlegt, félögum fjölgaði og fjöldi ferðakylfinga heimsótti Skagafjörð.  Félagið varð 50 ára og fagnaði stórafmælinu með ýmsum hætti.

Glæsileg afmælisterta frá Bakarí Sauðárkróks sem mótsgestir 50 ára afmælismóts GSS gæddu sér á þann 27. júní 2020.

Ekki urðu miklar breytingar á stjórn eða nefndum. Stjórn og nefndir 2021:  http://www.gss.is/um-gss/stjornnefndir/

Á fundinum var greint frá endurnýjun samninga milli GSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Einnig var sagt frá afmælisgjöf sveitarfélagsins til kaupa á golfhermi. Nýr golfhermir mun koma sér vel í starfinu, ekki síst við þjálfun barna og unglinga.

Stórn GSS þakkar félögum fyrir gott golfár 2020 og fyrirtækjum fyrir stuðninginn á 50 ára afmælisárinu.

Við hlökkum til starfsins 2021 og bjóðum nýja félaga velkomna.

Categories: Félagsstarf