Author: webnotandi

Karlasveit GSS leikur í 3.deild á næsta ári

Karlasveit GSS 2021

Golfklúbbur Skagafjarðar sendi karlasveit sína til keppni á Íslandsmóti golfklúbba í 2.deild dagana 26-28 júlí 2021. Keppnin var að þessu sinni haldin á hinum glæsilega golfvelli GKB á Kiðjabergi. Óhætt er að segja að þessi völlur sé með þeim flottari á landinu og mörg teigstæðin glæsileg sem liggja meðfram Hvítá og brautirnar eftir því glæsilegar. Golfvöllurin var í frábæru standi. Veðrið hefði mátt vera hagstæðara sérstaklega fyrsta daginn þar sem bæði var mikill vindur og rigning en á öðrum degi var einungis vindur en þá úr öfugri átt miðað við fyrsta dag. Á þriðja degi brast hins vegar á með blíðu og vindur var lítill og sólskin. Það voru því spilaðir 3 ólíkir dagar og völlurinn mjög krefjandi af hvítum teigum við allar aðstæður – en allir kylfingar að vinna með sömu aðstæður og bara stemming. Sveit GSS skipuðu þeir: Arnar Geir Hjartarson, Atli Freyr Rafnsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Hlynur Freyr Einarsson, Ingvi Þór Óskarsson og Jóhann Örn Bjarkason.

Við mættum galvaskir á sunnudegi til að taka æfingahring en þá var sannkallað úrhelli og mjög mikill vindur. Strákarnir tóku 9 holur og áttum við völlinn á þessum tíma því enginn hætti sér út í veðrið !

Á mánudaginn byrjaði svo keppnin og áttum við leik við Golfklúbb Öndverðaness. Atli og Hlynur léku fjórmenning og sigruðu 4/3 og Arnar sigraði sínum leik 5/4. Aðrir sem léku voru Elvar, Hákon og Ingvi léku einnig tvímenning en töpuðu sínum leikjum og niðurstaðan því tap 3-2. Seinni leikur á mánudaginn var gegn Nesklúbbnum. Atli og Hlynur unnu sinn fjórmenningsleik 1/0, Jafnt var Hákoni, Ingvi sigraðir 2/0 í sínum leik, Arnar sigraði 4/2 í sinum leik en Jóhann tapaði 4/3 í sínum leik. Niðurstaðan var því sigur 3,5 vinningur gegn 1,5 þar sem 3 leikir fóru alla leið á 18.holu. Flottur leikur hjá strákunum.

Á þriðjudagsmorgni var síðan leikið við heimamenn í Kiðjabergsklúbbnum. Hákon vann sinn leik 3/2 og Arnar vann sinn leik 5/4. Atli og Hlynur töpuðu fjórmenningnum 1/0, Elvar tapaði 6/5 og Ingvi tapaði 1/0. 2 leikir fóru alla leið á 18.holu en því miður féllu þeir ekki okkar megin í þetta skiptið en hörkuleikur engu að síður. Seinni leikur á þriðjudegi var gegn vinum okkar og nágrönnum í Golfklúbbi Fjallabyggðar. Ljóst var að þar yrði hörkuviðureign sem og varð. Arnar vann sinn leik 4/3 og Hákon vann einnig 7/6. Atli og Hlynur töpuðu fjórmenningi 6/5, Ingvi tapaði 7/6 og Jóhann tapaði 1/0 á lokaholunni, þar sem úrslit réðust á lokapútti. Hefði auðveldlega getað fallið okkar megin og mikil barátta til enda. Það var því ljóst eftir þennan leik að við vorum komnir í erfiða stöðu og ekkert nema sigur í lokaleik og önnur hagstæði úrslit myndu tryggja veru okkur í 2.deild.

Lokaleikur okkar á miðvikudegi var við Golfklúbbinn Leyni á Akranesi sem léku í 1.deild í fyrra. Enn og aftur varð hörkuleikur eins og í hinum leikjunum. Atli og Hlynur sigruðu í fjórmenningi 2/1, Arnar sigraði 3/2 í sínum leik. Jóhann tapaði 6/5, Elvar tapaði 1/0 í leik sem réðst á 18.holu og Hákon tapaði 4/3. Þessi úrslit gera það að verkum að við leikum í 3.deild að ári. Mjög margir leikir voru mjög jafnir í þessari keppni og margt jákvætt hægt að taka úr þessu þó þetta hafi ekki lent okkar megin að þessu sinni en við komum bara tvíefldir til baka. Þetta er jafnasta keppni síðan ég fór að fylgja strákunum og þeir til fyrirmyndar innan vallar sem utan og það eru forréttindi að fá að vera með þeim og taka þátt í þessum ævintýrum sem þessar „sveitakeppnir“ eru alltaf.  Við þökkum klúbbnum og öllum félögum fyrir stuðninginn fyrir og með á keppni stóð, Helgu Dóru fyrir snúða og kleinur, Kötu fyrir salatgerð ofl. , Önnu Karen fyrir að setja stöður og úrslit á Instagram.  Gistum á Laugarvatn Hostel sem við getum algjörlega mælt með og keyrðum á bílum frá AVIS. Matur og aðstaða í golfskálanum á Kiðjabergi til fyrirmyndar. Skemmtilegir og spennandi dagar að baki og alltaf gaman að hitta góða vini úr öðrum klúbbum og fylgjast með flottum tilþrifum.

Áfram GSS

Hjörtur Geirmundsson, liðsstjóri.

Categories: Afreksstarf

Karlasveit GSS tryggði áframhaldandi veru sína í 2. deild.

Íslandsmót golfklúbba í 2.deild karla var haldið hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi 24.-26.júlí og var karlasveit GSS meðal keppenda. Sveitina skipuðu þeir Arnar Geir Hjartarson, Atli Freyr Rafnsson, Hákon Ingi Rafnsson, Hlynur Freyr Einarsson, Ingvi Þór Óskarsson og Jóhann Örn Bjarkason. Liðsstjóri var Hjörtur Geirmundsson.

Riðlakeppnin byrjaði með leik á móti GOS (Selfoss) á föstudeginum. Atli Freyr og Hlynur Freyr spiluðu fjórmenning, en tvímenning, Arnar Geir, Hákon Ingi , Ingvi Þór  og Jóhann Örn. Þessi uppstilling hélst hjá okkur í öllum leikjum. Þessum leik tapaði GSS með 4 vinningum gegn 1. Arnar Geir sigraði sinn leik.  Eftir hádegið á föstudag var síðan leikið við NK ( Nesklúbbur ) og sá leikur var mun jafnari en fyrsti leikurinn en tapaðist að endingu með 3.5 vinningum gegn 1.5. Jóhann Örn sigraði sinn leik og Arnar Geir gerði jafntefli.

Á laugardaginn var byrjað á að keppa við GO ( Golfkl.Oddur ). Þar varð einnig um hörkuviðureign að ræða þar sem Oddur hafði að lokum betur með 3 vinningur gegn 2.  Hákon Ingi og Ingvi Þór unnu sínar viðureignir. Eftir þetta var ljóst að GSS myndi fara í riðil þar sem leikið yrði um sæti 5-8 og myndi ekki taka með sér neinn sigur þangað.

Eftir hádegi var síðan leikið við GKB ( Golfkl. Kiðjaberg ) Þar var góður gír á mannskapnum og GSS sigraði með 3 vinningum gegn 2. Atli Freyr og Hlynur Freyr sigruðu í fjórmenningi og Ingvi Þór og Jóhann Örn sigruðu í sínum leikjum. Það var því ljóst eftir þetta að við myndum mæta GH (Húsavík )  í hreinum úrslitaleik um hvort liðið myndi tryggja sér áframhaldandi veru í 2.deild. Það var mjög fljótlega ljóst að sveit GSS ætlaði að selja sig dýrt í þessum leik og mjög snemma þá sigraði Hákon Ingi í sínum leik. Fljótlega fylgdi Ingvi Þór í kjölfarið og sigraði sinn leik. Arnar Geir kláraði síðan sinn leik skömmu síðar. Fjórmenningur Atla Freys og Hlyns Freys endaði með jafntefli á 18.holu og Jóhann Örn tapaði sínum leik á 18.holu þar lokapútt beggja keppenda réði úrslitum. Þetta þýddi 3.5 vinningar gegn 1.5 vinningi og ljóst var að vera GSS í 2.deild var þar með tryggð.

Úrslit í öðrum leikjum urðu þess svo valdandi að við enduðum í 6.sæti. GOS sigraði hins vegar í 2.deild eftir úrslitaleik við NK.

Þetta er flottur árangur þar sem keppt var við mjög sterkar sveitir og karlasveit GSS hefur undanfarin ár verið í 3.deild.

Öll nánari úrslit í hverjum leik fyrir sig má finna á www.golf.is

Categories: Afreksstarf

Arnar Geir og félagar sigruðu í Mississippi

9. og 10. mars s.l. léku Arnar Geir Hjartarson og félagar hans í golfliði Missouri Valley College á fyrsta móti sínu í NAIA mótaröðinni í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Spilaðar voru 36 holur á Canebrake Country Club  golfvellinum í Mississippi. 14 lið mættu til leiks og milli 70 og 80 golfarar voru mættir til leiks. 5 leikmenn eru í hverjum liði og einnig spila nokkrir án liðs í einstaklingskeppninni. Liðið sigraði á 578 höggum samtals eða 2 yfir pari í heildina og voru 9 höggum á undan næsta liði. Arnar Geir endaði síðan í 18. sæti í einstaklingskeppninni á 148 höggum eða 4 höggum yfir pari samtals. Þegar þetta er skrifað þá er búið að fresta allri keppni í háskólagolfinu í Bandaríkjunum og því eru allar líkur á því að þetta hafi verið síðasta mót Arnars og félaga hans í golfliði Missouri Valley College. Hægt er að sjá heildarúrslit í mótinu hér: http://results.golfstat.com/public/leaderboards/gsnav.cfm?pg=team&tid=18540&fbclid=IwAR3hg3Hb4L6_khPvTcvHXcUWmvd86nl9WxzV4p2Zlv0Od1l9mJq6W4fY3-4

Categories: Afreksstarf