Handbók GSS

Starfsáætlun 2021:

Helstu atriði starfsáætlunar 2021:

Mótanefnd:

 • Meistaramót GSS 7. – 10. júlí.
 • Meistaramót GSS í holukeppni.
 • Miðvikudagsmótaröð (10 mót).
 • A.m.k. 6 opin mót.
 • Tvö styrktarmót í samvinnu við UMFT, eitt að vori og annað að hausti.

Vallarnefnd:

 • Minni viðhalds og endurbótaverkefni sem falla undir eðliegan rekstur vallarins og eru hluti af daglegum verkefnum vallarstjóra/vallarnefndar.
 • Grisja trjágróður á bak við 3. flöt með það fyrir augum að auðveldara sé að taka lausn.
 • Fylla upp í austastu glompuna á 7. braut.
 • Gera (lagfæra) göngustíg frá 9. teig niður að braut.
 • Setja upp skjólvegg eða runna milli æfingaflatar og bílastæða.
 • Laga tjörn á 5. braut. Taka upp plast og gosbrunn. Hreinsa upp úr tjörninni og kaupa nýjan dúk í botninn. Ganga vel frá köntum, m.a. með því að raða fjörugrjóti ofan á jaðar dúksins.
 • Kanna möguleika á stækkun vallar í 12 holur.  Gera áætlun um framkvæmdir, þ.m.t. framkvæmdatíma, kostnað og fjármögnun.  Kynna tillögu á fundi með félagsmönnum.
 • Setja upp varanlegri teigmerkingar sem eru viðmiðunarpunktur mældrar lengdar. Þetta þarf að gera fyrir hvíta, gula, bláa og rauða. Sumir teigar eru sameiginlegir.

Barna- og unglinganefnd:

 • Vikulegar inniæfingar eldri hóps 18. febrúar – 15. apríl.  Mánaðarlegar inniæfingar yngri hóps á sama tímabili.
 • Vikulegar æfingar á útisvæði í maí.
 • Sumaræfingar júní – ágúst.
 • Meistaramót barna og unglinga.
 • Gert er ráð fyrir nokkrum heimsóknum PGA gestakennara í sumar.
 • Mótahald: Nýprent mótið.
 • Þátttaka í mótum, m.a. Íslandsmóti golfklúbba. Norðurlandsmótaröðin.
 • Félagsandinn efldur. Speedgolf, haustferð, o.fl.
 • Uppskeruhátíð.

Kynningar- og nýliðanefnd:

 • Nýliðanámskeið, 5 vikna námskeið sem hefst í byrjun júní.
 • Þriðjudagsmótaröð, háforgjafarmót. 10 mót. Fyrsta mót í byrjun júní.
 • Gullteigamót fyrir þátttakendur á nýliðanámskeiði.
 • Vanur/óvanur mót.  Halið við lok nýliðanámskeiðs.