Staðarreglur á Hlíðarendavelli

Staðarreglur á Hlíðarendavelli 2021

1. Vallarmörk eru girðing umhverfis völlinn og hvítir hælar.

2. Vegir, slóðir og stígar. Gamall vegur á 2/11 og 3/12 braut, grjóthleðsla við æfingaflöt, göngustígar og slóðar án ofaníburðar eru hluti vallar. Annars er leyfilegt að taka lausn frá ofaníbornum vegum og stígum, samkvæmt reglu 16.1 (sjá skilgreiningu á „hindrun”).

3. Óhreyfanlegar hindranir.
 Ruslafötur, bekkir, fjarlægðarhælar, vegvísar, auglýsingaskilti, fánastangir, fánaborg, vökvunarkerfi, bjalla við 4. flöt og hælar sem styðja við eða skýla trjám eru óhreyfanlegar hindranir. Sjá reglu 16.1.

4. Hliðarlausn á gagnstæðri hlið rauðs vítasvæðis á 8. holu. Þegar bolti leikmanns er innan vítasvæðis, eða það er vitað eða nánast öruggt að boltinn stöðvaðist innan vítasvæðis þótt hann hafi ekki fundist, má leikmaðurinn taka lausn samkvæmt þeim kostum sem eru í reglu 17.1d.
Því til viðbótar, þegar boltinn skar síðast mörk rauða vítasvæðisins hægra megin á 8. holu má leikmaðurinn, gegn einu vítahöggi, láta upphaflega boltann eða annan
bolta falla á gagnstæðri hlið vítasvæðisins.

5. Hreyfireglur til bráðabirgða.
a. Á brautum. Þegar bolti leikmanns liggur innan almenna svæðisins og þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar má leikmaðurinn taka vítalausa lausn einu sinni áður en högg er slegið með því að færa boltann innan einnar kylfulengdar þaðan sem boltinn liggur (regla 14.1), þó ekki nær holunni og ekki út fyrir almenna svæðið. Þegar lausn er tekin skv. þessari staðarreglu verður leikmaðurinn að velja stað til að leggja boltann og fara eftir aðferðum við að leggja bolta aftur skv. reglu 14.2b(2) og 14.2e.
b. Á flötum. Bolta sem liggur á flötinni má færa um púttershaus frá upphaflegri legu, þó ekki nær holunni. Leikmaðurinn má leggja bolta sinn aðeins einu sinni og boltinn verður aftur í leik þegar hann hefur verið lagður.

Að öðru leyti skal leikið samkvæmt golfreglum R&A Rules Limited.
Almennt víti fyrir brot á staðarreglum: Holukeppni: Holutap. Höggleikur: 2 högg.

Hælar og línur:
Bláir hælar eða línur : Grund í aðgerð. Sjá reglu 16.1.
Bláir og hvítir hælar : Bannreitur innan grundar í aðgerð, þaðan sem leikur er bannaður. Liggi bolti leikmanns á reitnum, eða bannreiturinn truflar stöðu leikmannsins eða sveiflusvið, verður hann að leita lausnar samkvæmt reglu 161-f.
Gulir / rauðir hælar : Vítasvæði. Sjá reglu 17.

Einfölduð útgáfa staðarreglna 2021