Nýliðar

Stjórn GSS leggur metnað í að taka vel á móti nýliðum sem eru hjartanlega velkomnir í klúbbinn. Nýliða- og kynningarnefnd GSS sér um að taka á móti nýliðum og standa fyrir viðburðum til að gera það eftirsóknarvert að vera í GSS.

Nýliðanámskeið er haldið í byrjun júní og stendur það í fimm vikur. Á námskeiðinu læra nýliðar golfið frá grunni. Námskeiðin hafa verið vinsæl og ánægja með kennsluna. Kennarar á námskeiðinu eru reyndir kylfingar innan GSS. Undanfarin ár hafa Árný Lilja Árnadóttir og Atli Freyr Rafnsson annast kennsluna. Að loknu námskeiði er hefð að halda mót sem nefnist vanur/óvanur og er 9 holu mót. Á þessum mótum spila nýliðar með hjálp kylfinga sem eru vanir. Mótin hafa tekist mjög vel enda glatt á hjalla á mótunum. Mótin hafa hjálpað nýliðum að stíga skrefin frá æfingasvæði yfir á völlinn. Auk vanur/óvanur mótanna eru Gullteigamót sem ætluð eru algerum byrjendum. Á Gullteigamótunum eru brautirnar stuttar og því auðveldara að klára þær. Háforgjafarmótin/þriðjudagsmót eru eðlilegt framhald af vanur/óvanur og gullteigamótum. Þar eru spilaðar 9 holur.

Nýliðagjald einstaklings er 44.000 kr (árið 2022). Nýliðagjald hjóna/pars er 68.500 kr. (árið 2022). Margt er innfalið í nýliðagjaldinu, m.a. nýliðanámskeið, ótakmarkaður aðgangur að Hlíðarendavelli, inneign í sjoppu, ótakmarkaður aðgangur að vinavöllum á Blönduósi og Skagaströnd, afsláttur á vinavelli GSS, þátttökuréttur í mótum, frábær félagsskapur og margt fleira.

Golfreglur fyrir byrjendur

Nauðsynlegt er að kunna helstu reglur golfsins. Golfreglufundur er hluti af nýliðanámskeiðinu. Þar er farið yfir helstu reglur. Reglurnar í heild eru á golf.is.

Viltu ganga í GSS?

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við nýliðanefndina.
Formaður nýliðanefndar er Dagbjört Rós Hermundsdóttir: dagbjort79@live.com eða í síma 868-6917.

Nýliðanefnd 2022:
Dagbjört Hermundsdóttir, formaður
Díana Dögg Hreinsdóttir
Erna Baldursdóttir
Guðrún Björg Guðmundsdóttir
Hafdís Skarphéðinsdóttir

Uppfært í janúar 2022 – Stjórn GSS