Um GSS

Golfklúbbur Sauðárkróks var stofnaður 6. nóvember 1970 að undirlagi Rotaryklúbbs Sauðárkróks og nokkurra áhugamanna um golfíþróttina. Upp úr 1977 hófst starfs klúbbsins að ráði og var þá farið í framkvæmdir við golfvöll. Í dag eru um 200 manns í Golfklúbbi Skagafjarðar (nafni félagsins var breytt á aðalfundi 2019).  Einstaklingar innan klúbbsins hafa náð eftirtektarverðum árangri í einstaklingskeppni og unglingasveitir klúbbsins hafa í þrígang orðið Íslandsmeistarar.

Hlíðarendavöllur var lagður á árunum 1980-1983 af eldhugum sem unnu í sjálfboðavinnu dag og nótt við að gera hann sem best úr garði. Niðurstaðan varð glæslegur golfvöllur sem er áskorun fyrir alla kylfinga. 

Á vefsíðunni er hægt að sjá myndir úr yfirflugi yfir allar brautirnar (sjá Hlíðarrendavöllur). 
Braut 1 tekur á móti þér með opnum örmum. 

Hér er tengill á sögu GSS:

Saga GSS

Comments are closed.