5. Braut. Ásar. Par 4

Án efa ein erfiðasta hola vallarins. Ýmsar hættur eru í upphafshögginu sem stefna á yfir hól á miðri brautinni. Hægra megin er brött brekka og trjágróður, en vinstra megin skurður og brautarglompa. Yfirleitt eiga kylfingar eftir yfir 150 metra að holu eftir upphafshögg, en við flöt er vatn hægra megin og vinstra megin mjög brött brekka. Best er að reyna ekki að slá á flötina, heldur vera heldur styttri og rúlla boltanum inn að stöng.  Par er mjög góð niðurstaða á þessari erfiðu braut.

Myndband af holunni er að finna hér

Comments are closed.