Þessi hola er ein af þeim erfiðari á vellinum. Mjög mikilvægt er að missa ekki boltann til hægri og hér eins og annars staðar á vellinum er mikilvægt að vera á braut. Aðeins högglengstu kylfingar ná upp á hæðina, en flestir slá í átt að henni og eiga um 140-150 metra högg eftir að holu. Annað höggið er blint, en miða má við flaggstöng bakvið flötina, sem er nokkurn vegin höggstefnan. Mikilvægt er að bíða með að slá ef hópur er fyrir framan, þangað til bjöllu er hringt. Flötin er varin glompum hægra og vinstra megin og annað högg inn á flöt fremur sjaldgæft.
Myndband af holunni er að finna hér