Borgarflöt opnar

Ný reglugerð um tilslakanir á samkomutakmörkunum tekur gildi miðvikudaginn 13. janúar. Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertingar innan- og utandyra. Áhrif á starf GSS eru þau að félagar geta notað inniaðstöðu á Borgarflöt frá og með miðvikudegi 13. janúar. Þar er hægt að pútta, slá í net og spila í hermi.
Sjá Covid reglur GSÍ hér: https://www.golf.is/covid-19-reglur-vardandi-framkvaemd-aefingar-og-keppni-golfsamband-islands/

Hermir

Hermir

Bókun tíma í hermi fer fram með sama hætti og bókun rástíma á völlinn, þ.e. með golfbox appinu eða golf.is. Hámark í hermi er sá fjöldi sem getur bókað, þ.e. 4 manns. Kylfingar þurfa að sótthreinsa lyklaborð, mús og snertifleti að lokinni notkun. Jafnframt þarf að loftræsta að loknum tíma með því að opna út í 5 mín. Að öðru leyti ber að fara eftir reglum um sóttvarnir. Munið handþvott og sprittun. Áhorfendur eru ekki leyfðir.
Afsláttarkort eru seld hjá gjaldkera. Þau munu jafnframt gilda í nýja herminn þegar hann kemur.
Leiðbeiningar um notkun hermis hanga á vegg í hermisrýminu og eru á heimasíðu GSS, undir Golfhermir.

Pútt og net

Félögum er frjálst að pútta og slá í net. Aðgangurinn er innifalinn í félagsgjaldi GSS. Miðað við reynslu undanfarinna ára er ekki ástæða til að óttast örtröð á púttflötinni. 6 manns geta verið á púttsvæðinu með góðu móti m.t.t. sóttvarna.
Sótthreinsið bolta og snertifleti að lokinni æfingu. Byrjið og endið æfinguna á því að spritta hendur.

Categories: Félagsstarf