Íslandsmót Golfklúbba fór fram um helgina

Unglingar Golfklúbbs Sauðarkróks stóðu sig vel á á Íslandsmóti Golfklúbba sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina.

Telpnasveit GSS/GHD/GFB varð í þriðja sæti í flokki 15 ára og yngri. Frá GSS voru Anna Karen Hjartardóttir, Una Karen Guðmundsdóttir og Rebekka Helena B Róbertsdóttir. Frá Dalvík var Magnea Ósk Bjarndóttir og frá Ólafsfirði var Sara Sigurbjörnsdóttir.
Sveit GA/GSS 18 ára og yngri drengja varð í 6. sæti. Frá GSS var Hákon Ingi Rafnsson en frá GA voru Lárus Ingi Antonsson, Gunnar Aðalgeir Arason, Brimar Jörvi Guðmundsson og Björn Torfi Tryggvason.
Hart var barist á mótinu og voru unglingarnir klúbbum sínum til mikils sóma.

Categories: Börn og unglingar