John Garner golfkennari

Á föstudaginn kemur John Garner til okkar í fyrsta skiptið þetta sumarið.  Hann kennir börnum á föstudag og býður upp á einka- og hópkennslu fyrir fullorðna á laugardag. Þetta er frábært tækifæri til að pússa til sveifluna í byrjun vertíðar.

Verð fyrir kennslu er eftirfarandi:

Einkatímar – 8.000 kr. Innifalið í gjaldinu er 30 mínútna kennsla ásamt myndbandsgreiningu og leiðsögn.

Paratímar – 6.000 kr. á mann. Innifalið í gjaldinu er kennsla í 60 mínútur.

Hóptímar (6 – 8 í hóp) – 5.000 kr. á mann. Innifalið í gjaldinu er kennsla í 90 mínútur.

Upplýsingar og skráning hjá Árnýju í s. 8499420.

Categories: Afreksstarf