Kvennamót GSS 2020

Kvennamót GSS fór fram í sólinni á Hlíðarendavelli laugardaginn 4. júlí, sautjánda árið í röð. Kylfingar glímdu við vind úr ýmsum áttum en skarðagolan var þó áberandi. Völlurinn skartaði sínu fegursta, blómum skreyttur og snyrtilegur í alla staði. Um 50 konur mættu til leiks og heppnaðist mótið vel. Sigurvegari í ár var Dagbjört Rós Hermundóttir GSS, en nánari úrslit má nálgast á golf.is.Konur í klúbbnum hjálpast að við undirbúning og utanumhald mótsins en mótið er styrkt af fjölda fyrirtækja í Skagafirði og víðar. Að vanda svignaði verðlaunaborðið undan glæsilegum verðlaunum og er styrktaraðilum færðar hjartans þakkir fyrir stuðninginn.

Þátttakendur í Kvennamóti GSS 2020
Rósir voru við alla teiga
Glæsileg og fjölbreytt verðlaun

Categories: Félagsstarf