Kvennamót GSS 20 ára 2023

Kvennamót GSS 20 ára 2023


júlí 1, 2023

Í ár eru tímamót því Kvennamót GSS verður haldið í tuttugasta sinn. Síðasta tvo áratugi hefur mótið skipað sér sess meðal glæsilegustu golfmóta sem sögur fara af. Allir þáttakendur hafa farið heim með glaðning, sem væri ekki hægt nema vegna þess að fyrirtæki og aðilar í samfélaginu hafa í gegnum tíðinna stutt dyggilega við mótahaldið. Nú sem fyrr er stefnt að flottu móti og eru allar konur í golfi hvattar til að skrá sig til leiks.

Mótið verður haldið laugardaginn 1. júlí 2023. Keppt er í einum opnum flokki, punktakeppni með forgjöf þar sem hámarksforgjöf er 28. Mótið er þó opið öllum með skráða forgjöf.

Nándaverðlaun eru á par 3 brautum vallarins og hlaðborð vinninga. Að auki má búast við einhverjum skemntilegum aukavinningum og teiggjöf.

Golfklúbbur Skagafjarðar
Hlíðarendi
Sauðárkróki, 551
Iceland
453-5075

View full calendar