Norðurlandsmótaröð barna

Fyrsta mót sumarsins í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga fór fram sunnudaginn 14. júní. Þátttaka var góð og mættu krakkar frá Skagafirði, Akureyri og Dalvík. Spilað var í nokkrum flokkum í bæði 9 og 18 holu leik og kepptu 59 börn og unglingar, allt frá 5 ára upp í 18. Stærsti flokkurinn var byrjendaflokkur með 23 keppendur. Skagfirsku kylfingarnir stóðu sig með prýði og stefnir í gott sumar. Myndir frá mótinu eru inn á Facebook hópnum Golfmyndir GSS.

Categories: Börn og unglingar