Golfskólinn

Golfskólinn 2024

Æfingar í sumar verða mánudaga til föstudaga. 1-4 bekkur er frá 9:00-10:20 EÐA 10:30-11:50 (krakkr geta valið tíma útfrá hvort þau vilji frekar fara í fótbolta eða frjálsar líka), 5-6 bekkur er 13:00-14:30 og 7 bekkur og eldri eru 14:30-16:00. Æfingar hefjast 3. júní og er hægt að skrá krakkana í gegnum Sportabler. Vikugjald er 3.000kr. Golfkennari verður Atli Freyr Rafnsson. 

Hafið samband við formann barna- og unglinganefndar til að fá upplýsingar um golfskólann.
Sjá stjórnir og nefndir: http://www.gss.is/um-gss/stjornnefndir/ 

Almennar hegðunarreglur:

  • Iðkendur og þjálfarar skulu ávallt koma fram af kurteisi og virðingu.
  • Klæðst skal snyrtilegum fatnaði, gallabuxur eru ekki leyfðar og höfuðföt eru tekin niður innandyra.
  • Iðkendum ber að fara eftir fyrirmælum þjálfara síns og vallarstjóra eins og þeim er framast unnt.
  • Iðkendum og þjálfara ber að sýna meðspilurum sínum og þeirra aðstoðarfólki / þjálfurum almenna kurteisi.
  • Iðkendur og þjálfarar skulu mæta stundvíslega á æfingar og nota tímann vel.
  • Iðkendur og þjálfarar skulu kappkosta við að ganga vel um skála, skýli, æfingasvæðið og golfvöllinn sjálfan.
  • Mikilvægt er að setja torfusnepla í kylfuför og laga boltaför á flötum.
  • Kylfingum ber að halda eðlilegum leikhraða.
  • Ekki skal fara með golfpoka eða kerrur inn á flatir eða teiga.