Golfhermir

Trackman leiðbeiningar:

Bóka tíma og fyrstu skref: Bókið tíma í Golfbox. Til að komast inn á Borgarflöt þarf að slá inn talnakóða.  Ljós í Trackman herbergi eru kveikt með rofum við hlið rafmagnstöflu við inngang.  Ekki þarf að kveikja á tölvunni í Trackman herbergi og það á heldur ekki að slökkva á henni.  Kveikið hins vegar á tölvuskjá og skjávarpa í upphafi og slökkvið á þeim í lok tíma.

Vellir/courses:  Farið í Courses og veljið völl. Smellið á völlinn sem þið viljið spila og smellið á Select. Úrvalið má sjá hér: https://www.trackman.com/golf/simulator/courses

Leikmenn/Players: Tvær aðferðir eru við að skrá leikmenn. 
Í fyrsta lagi er hægt að vera með Trackman reikning og nota app til að skrá sig inn.  Trackman heldur utan um tölfræði og reiknar sérstaka Trackman forgjöf.  Ef maður skráir sig inn með appi skannar maður QR kóða efst í hægra horni á skjánum.
Í öðru lagi er hægt að skrá inn leikmenn með Add Player. Þá er hægt að skrá nafn, forgjöf, kyn og teig.  Trackman heldur ekki utan um forgjöf eða tölfræði þeirra sem skrá sig inn þannig.

Leikstilllingar /Game Settings: Hér er hægt að velja tegund leiks. Sjálfgefið form er höggleikur. Einnig er hægt að stilla hvort pútt eigi að vera sjálfvirk (auto) eða handvirk (manual). Hægt er að velja hversu erfiðar holustaðsetningar eru og hægt er að stilla vindstyrk.

Í leiknum sjálfum:  Efst á skjánum sést hver á að slá og númer hvað höggið er. Neðst til vinstri sést fjarlægð til holu, hæðarmismunur o.fl.  Neðarlega til hægri er yfirlitsmynd af brautinni sem sýnir boltastaðsetningu, ýmsar fjarlægðir, vallarmörk (hvítar línur) o.fl.  

Trackman

Afsláttarkort fást hjá gjaldkera GSS: gjaldkeri@gss.is

Stakur tími er klukkustund og kostar 2500 kr (óháð fjölda spilara). 10 tíma afsláttarkort kostar 18.000 kr. og fæst hjá gjaldkera GSS. Bankareikningur GSS er 349-26-72  og kennitala  570884-0349. 

Trackman herbergi

Í Trackman er hægt að gera ýmislegt fleira. Hægt er að fara á æfingarsvæði í högggreiningu (shot analysis), fara í ýmsa leiki og taka þátt í alþjóðlegum mótum svo nokkuð sé nefnt.

Uppfært í september 2022 – Stjórn GSS