Anna Karen og Jóhann Örn Klúbbmeistarar GSS 2024

Jóhann Örn og Anna Karen taka við verðlaunum

Afar góð þátttaka var í Meistaramóti GSS sem fór fram í síðustu viku. Það er óhætt að segja að það hafi verið líflegt á Hlíðarendavelli þrátt fyrir vind og kulda sem gerði aðstæður til keppni ansi krefjandi. Í barna og unglingaflokkum voru 28 þátttakendur sem léku á mánudag og þriðjudag. Fullorðnir þátttakendur voru 54 sem léku miðvikudag til laugardags. Fjölmennast var í háforgjafaflokki en þar léku 14 kylfingar sem margir hverjir eru nýbúnir að ljúka nýliðanámskeiði.

Keppnin var æsispennandi og voru úrslit í mörgum flokkum ekki að ráðast fyrr en á síðustu holunum á lokadegi. Í meistaraflokki karla enduðu jafnir í 1. sæti Hákon Ingi Rafnsson og Jóhann Örn Bjarkason sem báðir léku á 331 höggi. Einnig voru þeir jafnir í 3. sæti Ingvi Þór Óskarsson og Hlynur Freyr Einarsson sem léku á 336 höggum. Það þurfti því að leika tvo bráðabana til að ná fram lokaúrslitum í öll verðlaunasæti meistaraflokks karla. Það endaði svo að Jóhann Örn Bjarkason sigraði meistaraflokkinn að loknum bráðabana og er hann klúbbmeistari GSS í sjöunda sinn. Áður hefur Jóhann Örn orðið klúbbmeistari árin 2002, 2003, 2004, 2005, 2010 og 2011. Anna Karen Hjartardóttir lék á 324 höggum og sigraði meistaraflokk kvenna örugglega. Anna Karen er klúbbmeistari GSS í fimmta sinn en hún varð fyrst klúbbmeistari árið 2020 og hefur náð að verja titilinn síðan.

Lokahóf fullorðinsflokka fór fram á Kaffi krók á laugardagskvöldið þar sem kylfingar áttu saman góða kvöldstund og verðlaun voru afhent. 

Úrslit meistaramóts GSS 2024 í öllum flokkum eru eftirfarandi:

Meistaraflokkur karla – 72 holu höggleikur án forgjafar

 1. Jóhann Örn Bjarkason, 331 högg (að loknum bráðabana)
 2. Hákon Ingi Rafnsson, 331 högg
 3. Ingvi Þór Óskarsson, 336 högg (að loknum bráðabana)

Meistaraflokkur kvenna – 72 holu höggleikur án forgjafar

 1. Anna Karen Hjartardóttir, 324 högg
 2. Una Karen Guðmundsdóttir, 336 högg
 3. Hildur Heba Einarsdóttir, 346 högg

Fyrsti flokkur karla – 72 holu höggleikur án forgjafar

 1. Þórður Ingi Pálmason, 353 högg
 2. Guðmundur Ragnarsson, 356 högg
 3. Hjörtur S. Geirmundsson, 363 högg

Fyrsti flokkur kvenna – 72 holu höggleikur án forgjafar

 1. Sylvía Dögg Þórðardóttir, 392 högg
 2. Gígja Rós Bjarnadóttir, 393 högg
 3. Margrét Helga Hallsdóttir, 412 högg

Annar flokkur karla – 72 holu höggleikur án forgjafar

 1. Kristinn Brynjólfsson, 403 högg
 2. Pétur Rúnar Birgisson, 502 högg

Öldungaflokkur – 27 holu höggleikur með forgjöf

 1. Guðrún Björg Guðmundsdóttir, 118 högg nettó.
 2. Ágústa Sigrún Jónsdóttir, 124 högg nettó.
 3. Guðmundur Helgi Kristjánsson, 126 högg nettó.

Háforgjafaflokkur – 27 holu punktakeppni með forgjöf

 1. Hrefna Gerður Björnsdóttir, 66 punktar
 2. Unnar Bjarki Egilsson, 64 punktar
 3. Hera Birgisdóttir, 61 punktur.

15 ára og yngri drengir – 18 holu höggleikur á rauðum teigum

 1. Ólafur Bjarni Þórðarson, 93 högg
 2. Brynjar Morgan Brynjarsson, 94 högg
 3. Gunnar Atli Þórðarson, 99 högg

15 ára og yngri stelpur – 18 holu höggleikur á rauðum teigum

 1. Nína Júlía Þórðardóttir, 112 högg
 2. Nína Morgan Brynjarsdóttir, 114 högg
 3. Elín Björk Friðþjófsdóttir, 145 högg

12 ára og yngri (strákar og stelpur) – 9 holu höggleikur á gull teigum

 1. Daníel Smári Kristjánsson, 105 högg
 2. Arnór Tryggvi Friðriksson, 107 högg
 3. Aron Sölvi Arnarsson, 124 högg

Categories: Óflokkað