Author: webnotandi

Júní Mánuður á Hlíðarendavelli

Júní er búin að vera annaríkur mánuður hjá okkur í GSS. Eftir vetrarvikuna miklu þar sem snjóbreiðan lá yfir vellinum, þá keyrðum við starfsemina okkar í gang. Atli Freyr Rafnsson, aðalþjálfari GSS, hóf barnastarfið og eru um 50 krakkar á öllum aldri að æfa hér á hverjum degi. Með honum starfa aðstoðaþjálfararnir Gígja Rós, Dagbjört Sísí, Brynjar Morgan, Gunnar Atli, og Sigurbjörn Darri.

Ungu kylfingarnir okkar eru svo sannarlega efnilegir og sendum við fjögur lið í sveitakeppni í mánuðinum. Fyrst sendum við tvær sveitir í 12 ára og yngri sveitakeppnina sem haldin var í Reykjavík. Í hvítu sveitinni voru þau Ólafur Bjarni, Karl Goðdal, Nína Morgan, og Björn Henrý. Þau kepptu i efstu deildinni og stóðu sig glæsilega og enduðu í þriðja sæti. Græna sveitin stóð sig ekki síður, en þau Nína Júlía, Arnór Tryggvi, Bergdís Birna, og Daníel Smári gerðu sér lítið fyrir og sigruðu þriðju deildina. Svakalega flottur árangur hjá liðunum okkar.

Græna og hvíta sveitin ásamt þjálfara Atla Frey

Vikuna eftir héldu tvær sveitir í viðbót í sveitakeppni. Gígja Rós og Dagbjört Sísí voru í sameinaðri sveit GSS og Leyni og spiluðu með liðsfélögum sínum á Hellu í sveitakeppni 18 ára og yngri stúlkna. Á sama tíma héldu þeir Brynjar Morgan, Gunnar Atli, Sigurbjörn Darri, Víkingur Týr, og Grétar Freyr í sveitakeppni 14 ára og yngri drengja í Sandgerði. Bæði lið stóðu sig afskaplega vel og mega vera stolt af sínum árangri. Drengirnir lentu í 6 sæti eftir glæsilega spilamennsku og einnig lenti Brynjar Morgan í 5 sæti í höggleiknum sem var leikin fyrsta daginn, aðeins 3 höggum frá fyrsta sæti. Stelpurnar stóðu sig með glæsibrag og enduðu í 7. sæti.

14 ára og yngri sveitin ásamt Atla Frey þjálfara
Gígja Rós og Dagbjört Sísí ásamt liðsfélögunum sínum frá Leyni

Mótastarfsemi fór svo í gang með stæl en í júní voru ekki meira né minna en 4 opin mót haldin. Við byrjuðum á Opna KS mótinu sem er spilað í Texas Scramble stíl. Svo kom árlega FISK mótið sem er afskaplega spennandi, tveggja daga liðsmót sem endar á glæsilegum kvöldverð á Sauðá. Næst var Hlíðarkaupsmótið þar sem keppendum var boðið upp á kaffiveitingar í lok móts. Við enduðum mánuðinn á Kvennamótinu okkar þar sem 55 konur frá klúbbum víða um landið komu og spiluðu hjá okkur. Einnig keyrðum við innanfélagsmótin okkar í gang en það eru Hard Wok Háforgjafamótin og Esju Gæðafæði mótin. Búin að vera topp mæting í báðar mótaraðir og búumst bara við enn betri mætingu með batnandi veðri. Einnig var barna- og unglingastarfið með fyrsta mót sumarsins í Norðurlandsmótaröðinni en það komu hér 60 krakkar frá Dalvík, Ólafsfirðir, Akureyri, Húsavík og af sjálfsögðu frá okkur og kepptu í þeim mismunandi flokkum sem boðið var upp á. Frábær júní mánuður að baki hér á Hlíðarendavelli.

Categories: Fréttir

Fjórða Mót Norðurlandsmótaraðarinnar Haldið á Hlíðarendavelli

Sunnudaginn 11 Ágúst var fjórða mótið í Titleist Footjoy Norðurlandsmótaröðinni haldið hér á Hlíðarendavelli. 37 krakkar komu frá klúbbum norðurlandsins og spiluðu ýmist 9 eða 18 holur. Barna- og unglinganefndin mannaði grillið og bauð keppendum upp á grillaðar pylsur, og golfkennari Atli Freyr Rafnsson bauð upp á golfkennslu milli 12 og 2 ásamt öðrum PGA þjálfurum. Því var mikið fjör á vellinum þann dag.

Byrjendaflokkurinn byrjaði daginn og voru samgtals fjórir nýjir og efnilegir kylfingar sem tóku þátt; Bergdís Birna, Rúnar Ingi, Markús Bessi, og Kristján Franz, og stóðu þau sig öll frábærlega.

12 ára og yngri kvenna flokkurinn var æsi spennandi og eftir 9 holur voru allar þrjár stelpur jafnar í skori. Það var þá tekið shoot-out á 9 holu þar sem Embla Sigrún endaði í fyrsta sæti, Nína Júlía í öðru sæti og Nína Morgan í þriðja. Í 12 ára og yngri karla var það hann Brynjar Morgan sem tok fyrsta sætið. Bjarki Þór Elíasson fylgdi honum í öðru sæti, og Gunnar Atli í þriðja sæti.

Í 14 ára og yngri kvenna flokk var það Gígja Rós sem tók fyrsta sætið. Í 14 ára og yngri karla flokk var Egill Örn sem tók fyrsta sætið. Á eftir honum fylgdi Arnar Freyr í öðru sæti og Barri Björvinsson í þriðja sæti.

15 ára og yngri flokkarnir kepptu í bæði höggleik og punktakeppni með forgjöf. Í höggleik voru það Hafsteinn Thor og Bryndís Eva sem tóku fyrstu sætin í kvenna og karla flokki. Annað sætið tóku þau Maron Björgvinsson og Lilja Maren, og þriðja sætið tóku Dagbjört Sísí og Finnur Bessi. Í punktakeppninni voru úrslitin aðeins öðruvísi. Lilja Maren og Elvar Þór tóku fyrsta sætið þar. Á eftir þeim komu Dagbjört Sísí og Hafsteinn Thor í öðru sæti og Finnur Bessi og Bryndís Eva í þriðja sæti.

Svo var afhent Nýprent bikarinn fyrir flesta punkta á 18 holum mep forgjöf og þar voru Dagur Kai og Lilja Maren punktahæst af öllum keppendum.

Frábær dagur og hlökkum til að taka á móti öllum aftur að ári!

Categories: Fréttir