Flokkur: Óflokkað

Karlasveit GSS keppir í 3.deild um næstu helgi

Næstu helgi, nánar tiltekið 16-18 ágúst n.k. tekur karlasveit GSS þátt í Íslandsmóti golfklúbba í 3.deild. Keppt verður hjá Golfklúbbi Grindavíkur.

Sveitin hefur verið valin er hana skipa:

Arnar Geir Hjartarson

Brynjar Örn Guðmundsson

Elvar Ingi Hjartarson

Hákon Ingi Rafnsson

Ingvi Þór Óskarsson

Jóhann Örn Bjarkason

Liðsstjóri: Hjörtur Geirmundsson

Categories: Óflokkað

Meistaramót GSS 2019

Arnar Geir Hjartarson (295 högg) og Árný Lilja Árnadóttir (324 högg) urðu klúbbmeistarar á meistaramóti GSS sem fór fram að Hlíðarenda dagana 10. – 13. júlí.  Þátttakendur voru 38 talsins og nutu þeir sín vel í góðu veðri á vellinum sem er í toppstandi.  Spilaðir voru 4 hringir, nema í byrjendaflokki og öldungaflokki þar sem spilaðir voru 3 hringir.   Að loknu móti var verðlaunaafhending og lokahóf í skála þar sem Kaffi Krókur sá um veitingarnar.  Úrstlit mótsins má sjá inn á golf.is

Categories: Óflokkað

Lokahóf barna- og unglingastarfs GSS 2017

Lokahóf barna- og unglingastarfs GSS var haldið í dag að Hlíðarenda.
Vel var mætt af börnum og foreldrum sem spiluðu bingó og gæddu sér á veitingum, auk þess sem viðurkenningar voru veittar fyrir sumarið.
Mestar framfarir yngri en 12 ára hlutu Alexander Franz Þórðarson og Rebekka Helena Róbertsdóttir. Mestar framfarir 12 ára og eldri hlutu Arnar Freyr Guðmundsson og Hildur Heba Einarsdóttir.  Allir iðkendur fengu viðurkenningarskjal og glaðning frá VÍS.

Við þökkum öllum fyrir komuna og Sauðárkróksbakarí og VÍS fyrir stuðninginn

nn.

Categories: Óflokkað