Flokkur: Óflokkað

Nýliðar velkomnir

5 vikna nýliðanámskeið hefst 31. maí. Námskeiðið hefur slegið í gegn undanfarin ár. Kennt er síðdegis mánudaga og fimmtudaga.

Aðild að GSS er innifalin í námskeiðsgjaldi. Þátttakendur fá gjaldfrjálsan aðgang að Hlíðarendavelli og verulegan afslátt á velli um land allt. Kynning á hermi er hluti af námskeiði ásamt mörgu öðru. Fjöldi viðburða er í boði að loknu námskeiði. Áhersla er lögð á að taka vel á móti nýliðum og gera þeim kleift að stunda golf sér til ánægju og heilsubótar.

Námskeiðsgjald (árgjald nýliða) er 41.000 fyrir einstakling en 64.000 fyrir par. Við lánum kylfur á námskeiðinu ef þarf.

Nánar auglýst þegar nær dregur. Skráning og nánari upplýsingar hjá Dagbjörtu Rós Hermundsdóttur, formanni nýliðanefndar: dagbjort79@live.com

Categories: Óflokkað

Golf næstu vikur

Vakin er athygli á tilkynningu viðbragðshóps GSÍ um golfiðkun frá 25. mars:
https://www.golf.is/tilkynning-vidbragdshops-gsi-fimmtudaginn-25-mars-2021/

Á fundi stjórnar GSS þann 25. mars var eftirfarandi ákveðið: Golfiðkun er heimil samkvæmt ofangreindum tilmælum frá GSÍ, ásamt eftirfarandi skilyrðum GSS:

Golfhermirinn er opinn. Hámark 4 mega spila í hermi í einu og skilyrði er að allir kylfingar bóki tíma í golfbox. Aðeins einn úr hópnum má snerta tölvumúsina og sótthreinsa þarf músina, lyklaborð og aðra snertifleti eftir tíma. Ekki snerta skjáinn. Allir leikmenn verða að spritta sig fyrir og eftir leik.

Hámark 4 mega vera í púttaðstöðu. Þeir þurfa að skrá sig á skráningarblað á skrifborði. Spritta þarf alla snertifleti að lokinni æfingu, þ.m.t. flaggstangir.

Hlíðarendavöllur er lokaður. Það er vegna ástands vallarins.
Kylfingar mega æfa á æfingasvæðinu með eigin boltum. Boltavél er lokuð.

Tilkynnt verður á FB síðu barna- og unglingastarfs þegar æfingar barna og unglinga hefjast aftur.

Farið varlega og passið upp á páskakúluna.

Stjórn GSS

Categories: Óflokkað