Höfundur: Golfklúbbur

Arnar Geir og félagar sigruðu á CBC Mustang Inv.

Arnar Geir Hjartarson og félagar í golfliði Missouri Valley College sigruðu á CBC Mustang Invitational mótinu sem fram fór 18-19 mars s.l. Mótstaður var the Country Club of Arkansas í Maumelle, Arkansas. Þátttakendur voru 78 frá 14 háskólum. Arnar Geir varð jafn í 14.sæti á 10 höggum yfir pari 154(77 – 77 ) og var á 5.besta skori í sínu liði. Hægt er að sjá lokastöðuna í mótinu hér.

Næsta mót hjá honum verður í dag og morgun á heimavelli. Síðan verður ferðinni heitið til Indiana þar sem leikið verður 29-30 mars n.k.

Veðrið ytra er búið að vera mjög leiðinlegt og þeir hafa í raun ekkert getað æft utandyra fyrr en í síðustu viku en hitatölur fara ört hækkandi en þeir vellir sem þeir hafa spilað á eru í hálfgerðu vetrarstandi á þeirra mælikvarða.

Categories: Afreksstarf

Námskeið í stuttu spili

Lærðu að slá hátt högg, lágt högg og högg úr glompu. Ef þetta eru högg sem þú, kylfingur góður, átt í erfiðleikum með, skráðu þig á námskeið í stutta spilinu.

Hvenær: Þriðjudagurinn 19. ágúst
Hvar: á púttflötinni við golfskálann
Klukkan: 19:00 – 20:00
Verð: 2500 kr per pers
Hámark: 6
Lágmark: 4
Skráning: tilkynna þáttöku á hlynurgolf@gmail.com

Golfkveðja
Hlynur Þór

Categories: Óflokkað

GSS sigurvegari

Sveitir GSS unnu báðar sínar viðureignir í úrslitum á Íslandsmótinu í sveitakeppni. Kennasveitin lék á heimavelli í annari deild kvenna og tryggðu sér sigur með 3-0 sigri á sveit Golfklúbbs Selfoss. Þær munu því keppa í fyrstu deild að ári. Karlarnir sigruðu heimamenn á Vatnleysuströnd í úrslitaleik í 4. deild karla 3-0 og keppa því í þriðju deild að ári. Frábær árangur hjá golfliðum klúbbins.

Sigurvegarar í sveitakeppni kvenna 2. deild 2014
Sigurvegarar í sveitakeppni kvenna 2. deild 2014 ásamt Rósu Jónsdóttur fulltrúa GSÍ og Hlyni Þór Haraldssyni liðsstjóra og þjálfara. Sveitina skipuðu f.h. Ragnheiður Matthíasdóttir, Dagbjört Hermundardóttir, Sigríður Elín Þórðardóttir, Árný Lilja Árnadóttir og Aldís Ósk Unnarsdóttir.

Categories: Óflokkað